Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað

Obama hjónin sjást æ sjaldnar saman.
Obama hjónin sjást æ sjaldnar saman. AFP

Mörgum þótti sérstakt að Michelle Obama skyldi ekki vera viðstödd jarðaför Jimmys Carters fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í síðustu viku.

„Þetta var mikilvæg samkoma fyrir demókrata. Carter var langlífasti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og einn fremsti maðurinn innan Demókrataflokksins. Mörgum þótti fjarvera Michelle Obama sérstök þar sem hún var viðstödd jarðaför George H. W. Bush á sínum tíma. Aðstoðarmenn Obama hjónanna segja að skörun í dagsskránni hafi orðið til þess að hún komst ekki en þegar betur var að gáð þá var hún í fríi á Havaí,“ segir í umfjöllun Daily Mail.

Þá hefur þessi fjarvera hennar orðið til þess að ýta undir orðróm þess að ekki sé allt með felldu í hjónabandi Obama. Þetta sé svo ólíkt henni. Hjónin fögnuðu 32 ára brúðkaupsafmæli í október og deildu þá mynd af sér í faðmlögum á safni.

Bæði hafa þau verið opinská um erfiðleika innan hjónabandsins í gegnum tíðina. Árið 2023 sagði Barack Obama í viðtali við CBS að allt væri auðveldara eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið og gæti varið meiri tíma með henni. 

Hún hefur sagt að ólíkir persónuleikar þeirra sé ákveðið vandamál. Rökhyggjan sé ríkjandi hjá honum en hún sé skapmeiri.

Nýlega hefur sá orðrómur verið uppi um að Obama hjónin lifi aðskildum lífum og að Barack Obama og Jennifer Aniston séu að hittast. Aniston hefur hafnað því með öllu. „Ég hef hitt hann einu sinni. Ég þekki Michelle betur en hann,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali.

Frá árinu 2013 hafa slúðurblöð vestanhafs haldið því fram að lífverðir hjónanna hjálpi til við að halda samböndum Baracks Obama leyndum og að þau rífist stöðugt. Þó er talið að þau muni enn um sinn halda hjónabandinu gangandi að nafninu til en aðskilin.

Obama mætti einn í jarðaför Jimmys Carters og vakti það …
Obama mætti einn í jarðaför Jimmys Carters og vakti það undrun margra. CHIP SOMODEVILLA
Jennifer Aniston segist ekki vera að halda við Barak Obama.
Jennifer Aniston segist ekki vera að halda við Barak Obama. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir