Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt

Það væri ekki leiðinlegt að fá skilaboð frá Brad Pitt …
Það væri ekki leiðinlegt að fá skilaboð frá Brad Pitt á samfélagsmiðlum, þótt það sé nú harla ólíklegt. RUDY CAREZZEVOLI/AFP

Nokkuð ótrúleg frétt birtist á DailyMail í gær um franska konu, 53 ára innanhússarkitekt, sem var blekkt af svindlara svo hún lagði út 697.000 bresk pund eða tæpa 121 milljón íslenskra króna fyrir krabbameinsmeðferð fyrir hann, sem hún hélt að væri Hollywood-leikarinn Brad Pitt.

Konan segir þrautargönguna hafa byrjað þegar hún fékk skilaboð á samfélagsmiðlum frá „móður Brad Pitts“, eftir að hafa sett inn myndir á Instagram úr skíðaferð sinni til Tignes.

Degi síðar fékk hún skilaboð af öðrum reikningi þar sem viðkomandi þóttist vera sjálfur Brad Pitt. Konan segist hafa á þessum tíma, í febrúar 2023, gengið í gegnum erfitt tímabil í hjónabandinu og stofnaði því til þessarar furðulegu vináttu við „leikarann“.

„Það eru svo fáir karlmenn sem skrifa svona hluti. Mér líkaði vel við manninn sem ég var að tala við. Hann kunni að tala við konur, það var allt mjög vel gert,“ segir hún í viðtali við franska miðilinn BFMTV.

Svindlarinn notaði gervigreindarmyndir af leikaranum. Sambandið tók fljótt snúning þegar „leikarinn“ bað hennar og sagðist myndu úða hana með gjöfum en til að fá þær þyrfti hún að greiða tolla og gjöld. Þegar hún varð við því opnaðist á enn fáránlegri beiðnir frá svindlaranum. Það var svo þegar hún opnaði sig um skilnaðaruppgjör frá eiginmanni sínum sem svindlarinn gerðist enn kræfari.

Á einum tímapunkti bað hann um háa fjárhæð fyrir bráðri aðgerð vegna nýrnakrabbameins og deildi gervimyndum af sér á sjúkrahúsi, myndum þar sem búið var að setja andlit Brad Pitts á sjúklinginn. Það fóru þó að renna á konuna tvær grímur þegar hún sá myndir í fjölmiðlum af hinum raunverulega Brad Pitt með nýrri kærustu sinni, Ines de Ramon. 

Þá fór konan til yfirvalda og hófst rannsókn á málinu. Óvíst er hvort hún muni nokkurn tímann endurheimta fjárhæðina. Samkvæmt BFMTV liggur konan nú á sjúkrahúsi með alvarlegt þunglyndi.

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir