Þurfti ekki að nota kælihettu

Katrín prinsessa talar við nöfnu sína Katherine Field um kælihettur.
Katrín prinsessa talar við nöfnu sína Katherine Field um kælihettur. AFP

Katrín prinsessa af Wales þurfti ekki að nota kælihettu í nýafstaðinni krabbameinsmeðferð. Hún greindi sjálf frá þessu í heimsókn á Royal Marsden spítalann á dögunum. Var þetta fyrsta heimsókn hennar þar sem hún er ein síns liðs í heilt ár.

Prinsessan gaf sér tíma til þess að setjast hjá Katherine Field sem er að gangast undir lyfjameðferð vegna krabbameins og bar slíka hettu. Kælihettur eru nú notaðar í miklum mæli til þess að koma í veg fyrir hárlos á meðan á lyfjameðferð stendur. Kælingin takmarkar blóðflæði í hársvörðinn og kemur þannig í veg fyrir að lyfin berist á það svæði. Í sumum tilfellum næst því að koma í veg fyrir mikinn hármissi.

„Hún sagðist ekki hafa þurft að nota slíka hettu,“ sagði Field í samtali við People magazine. „Það hefði verið hræðilegt fyrir hana að missa hárið. Allir elska hárið hennar!“

Field sagði einnig að það að spjalla við hana hefði verið eins og að tala við gamlan vin um erfiðan tíma. „Hún er svo hlý, þetta var eins og að spjalla við vinkonu sem er erfitt að ná í aðstæðum sem þessum. Hún er einstök að geta tengst fólki svona hratt og með svo mikilli samkennd.“

Kælihettur eiga að koma í veg fyrir hárlos eða minnka …
Kælihettur eiga að koma í veg fyrir hárlos eða minnka líkurnar á því. AFP
Hár Katrínar vekur alltaf athygli en hún hefur bersýnilega haldið …
Hár Katrínar vekur alltaf athygli en hún hefur bersýnilega haldið því eftir krabbameinsmeðferðina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir