100% frá hjartanu

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir byrjaði árið með útgáfu nýrrar plötu sem hún nefnir Afturábak. Hún segir lögin á plötunni koma 100% frá hjartanu og séu öll unnin frá tilfinningum og upplifunum sem hún hafi átt síðustu ár.

Á Afturábak eru ný lög utan eitt sem Hildur átti í handraðanum, en eins og hún rekur söguna í viðtali í Dagmálum var hún búin að taka upp breiðskífu árið 2020, sem átti að verða hennar fyrsta stóra plata, en var ekki sátt við plötuna þegar á reyndi.

„Ég var að vinna með umboðsmanni á þeim tíma sem var að reyna að ýta mér í ákveðna átt og ég var mikið að semja lög fyrir aðra, sem ég hef talsvert gert í gegnum tíðina, og rumpaði plötunni af. Það var alveg fín plata en svo var ég ekki viss um hvort ég ætti að gefa hana út. Ég var hætt að vinna með umboðsmanninum og var því ein á báti og fann að það væri eitthvað ekki rétt við plötuna. Það tók mig svo nokkur ár að fatta að ég þyrfti að finna mig aftur. Ég var búin að týna mér í því að semja fyrir aðra, hlusta á aðra, að spá í hvað bransinn vildi og hvað virkaði, því það er það sem maður á að gera þegar maður er í lagasmíðum fyrir aðra.

Svo gerðist það 2023 að ég byrja að semja eitthvað nýtt sem ég var mjög spennt fyrir. Ég var þá líka að leita mér í upptökunum og fannst ég vera komin á sporið með það sem ég vildi gera og þá gerðist hlutirnir mjög hratt og það tók ekki nema nokkra mánuð þegar allt var komið á fullt. þegar þetta var komið í gang þá gat ég ekki hætt.“

Hildur segist vera þakklát fyrir það að hafa beðið með að gera stóra plötu þar til núna. „Mér finnst ég vera miklu sannari sjálfri mér á þessari plötu og hún kemur 100% frá hjartanu. Hún er öll unnin frá tilfinningum og upplifunum sem ég hef átt síðustu ár þannig að ég er ofsalega stolt af þessar plötu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar