Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð

Tyra Banks er ein þekktasta fyrirsæta í heimi.
Tyra Banks er ein þekktasta fyrirsæta í heimi. Ljósmynd/AFP

Heimili ofurfyrirsætunnar og sjónvarpsstjörnunnar Tyru Banks brann til kaldra kola í gróðureldunum sem enn geisa við Los Angeles í Kaliforníufylki.

Banks greindi frá sorgartíðindunum í ástralska morgunþættinum Sunrise á mánudag, en hún hefur verið búsett í Ástralíu síðustu mánuði til að undirbúa opnun nýs útibús ísbúðarinnar Smize & Dream.

„Ég er ein af þeim. Ég missti húsið mitt,“ sagði Banks með grástafinn í kverkunum þegar þáttastjórnendur morgunþáttarins spurðu fyrirsætuna hvort hún þekkti einhvern sem hefði misst heimili sitt í gróðureldunum.

„Ég hef ekkert viljað ræða það, enda vil ég ekki vekja sérstaka athygli á sjálfri mér þegar aðrir, í sömu stöðu og ég, þurfa meira á þessari athygli að halda,“ hélt hún áfram.

Banks var stödd ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Louis Bélanger-Martin, á heimili vinahjóna þegar þau komust að því að heimili þeirra hefði brunnið.

„Ég sagði ekkert við vini mína, við fórum bara heim, áttum okkar stund og grétum.“

Fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur eru bú­sett­ar á svæðinu og hafa marg­ar þeirra þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín á meðan aðrar hafa misst heim­ili sín í elds­voðanum.

Á meðal þeirra sem misst hafa heim­ili sín eru Ant­hony Hopk­ins, Jeff Bridges, John Goodm­an, Cary Elwes, Eu­gene Levy, John C. Reilly, Tina Know­les, Can­dy Spell­ing, Jenni­fer Grey, Anna Far­is, Miles Tell­er, James Woods, Billy Crystal, Par­is Hilt­on og Milo Ventimiglia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Loka