Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð

Tyra Banks er ein þekktasta fyrirsæta í heimi.
Tyra Banks er ein þekktasta fyrirsæta í heimi. Ljósmynd/AFP

Heim­ili of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar og sjón­varps­stjörn­unn­ar Tyru Banks brann til kaldra kola í gróðureld­un­um sem enn geisa við Los Ang­eles í Kali­forn­íu­fylki.

Banks greindi frá sorg­artíðind­un­um í ástr­alska morg­unþætt­in­um Sunrise á mánu­dag, en hún hef­ur verið bú­sett í Ástr­al­íu síðustu mánuði til að und­ir­búa opn­un nýs úti­bús ísbúðar­inn­ar Smize & Dream.

„Ég er ein af þeim. Ég missti húsið mitt,“ sagði Banks með grástaf­inn í kverk­un­um þegar þátta­stjórn­end­ur morg­unþátt­ar­ins spurðu fyr­ir­sæt­una hvort hún þekkti ein­hvern sem hefði misst heim­ili sitt í gróðureld­un­um.

„Ég hef ekk­ert viljað ræða það, enda vil ég ekki vekja sér­staka at­hygli á sjálfri mér þegar aðrir, í sömu stöðu og ég, þurfa meira á þess­ari at­hygli að halda,“ hélt hún áfram.

Banks var stödd ásamt kær­asta sín­um, at­hafna­mann­in­um Lou­is Bé­lan­ger-Mart­in, á heim­ili vina­hjóna þegar þau komust að því að heim­ili þeirra hefði brunnið.

„Ég sagði ekk­ert við vini mína, við fór­um bara heim, átt­um okk­ar stund og grét­um.“

Fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur eru bú­sett­ar á svæðinu og hafa marg­ar þeirra þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín á meðan aðrar hafa misst heim­ili sín í elds­voðanum.

Á meðal þeirra sem misst hafa heim­ili sín eru Ant­hony Hopk­ins, Jeff Bridges, John Goodm­an, Cary Elwes, Eu­gene Levy, John C. Reilly, Tina Know­les, Can­dy Spell­ing, Jenni­fer Grey, Anna Far­is, Miles Tell­er, James Woods, Billy Crystal, Par­is Hilt­on og Milo Ventimiglia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú færð óvænt tækifæri til ferðalaga eða endurmenntunar fyrir vinnuna. Hvers kyns lærdómur eða rannsóknir munu koma að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú færð óvænt tækifæri til ferðalaga eða endurmenntunar fyrir vinnuna. Hvers kyns lærdómur eða rannsóknir munu koma að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö