Þetta lærði Tinna af móður sinni

Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir ásamt móður sinni, Elínu Maríu Björnsdóttur.
Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir ásamt móður sinni, Elínu Maríu Björnsdóttur. Skjáskot/Instagram

TikTok-færsla leik- og söngkonunnar Tinnu Margrétar Hrafnkelsdóttur, dóttur Elínar Maríu Björnsdóttur, sem landsmenn þekkja úr Brúðkaupsþættinum Já, og tónlistarmannsins Hrafnkels Pálmarssonar, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Í svörtum fötum, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni nú á dögunum.

Tinna Margrét, sem er 21 árs gömul, deildi góðu og hjálplegu heilræði frá móður sinni sem hún segir hafa reynst sér vel í gegnum ævina.

„Ef þú dettur í drullupoll, ekki liggja í drullupollinum og væla um hvað þú sért skítug. Stattu upp og farðu í sturtu,” er heilræðið, sem flestir geta án efa tengt við, enda mikilvægt að standa upp aftur, dusta af sér rykið og halda áfram.

Nærri 800 manns hafa líkað við færslu Tinnu Margrétar síðustu daga og hafa þó nokkrir ritað athugasemdir og hvatt stúlkuna til að deila fleiri heilræðum frá móður sinnar.

@tinnam

Heilræði frá mömmu, þau eru nú mörg💗

♬ growth - Gede Yudis
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar