Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman

Donald Trump Jr., Bettina Anderson kærasta Trumps Jr., varaforseti Bandaríkjanna, …
Donald Trump Jr., Bettina Anderson kærasta Trumps Jr., varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance og Alina Habba, háttsettur ráðgjafi Donalds Trumps. SAMUEL CORUM/AFP

Sögusagnir af því að Donald Trump yngri og kærasta hans, Palm Beach-félagsveran Bettina Anderson, séu farin að búa saman. 

Á innsetningarhelgi föður hans í Washington um liðna helgi þeysti Trump yngri um með Anderson sér við hlið. Samband þeirra er orðið alvarlegra þar sem Trump yngri virðist að mestu dvelja á heimili Anderson í Palm Beach, Flórída.

En ekki er langt frá því að greint var frá því að Trump yngri og þáverandi unnusta hans, Kimberly Guilfoyle, slitu trúlofuninni eftir fimm ára samband. Sama dag útnefndi Donald Trump Guilfoyle sem sendiherra í Grikklandi.

kimberly guilfoyle, fyrrum unnusta Donalds Trumps Jr. og núverandi sendiherra …
kimberly guilfoyle, fyrrum unnusta Donalds Trumps Jr. og núverandi sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi, en Trump sjálfur skipaði hana í embættið 10. desember síðastliðinn, nánast á sama tíma og sambandsslitin milli hennar og sonar hans urðu opinber. ANDREW CABALLERO-REYNOLDS/AFP

Trump yngri og Anderson sáust fyrst opinberlega í desember síðastliðnum þegar þau héldust í hendur á leið úr afmæliskvöldverði Anderson í Palm Beach. Síðan þá hafa þau sést víða, m.a. á Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trumps, og í rómantískri ferð í Feneyjum.

Anderson og Guilfoyle voru báðar viðstaddar kvöldverðinn sem var hluti af innsetningarhátíðinni. Engin fjandsemi er á milli Guilfoyle og Trumps yngri en sjálfur sagði hann í tilkynningu til Page Six í kjölfar sambandsslitanna að þeim myndi aldrei hætta að þykja vænt hvoru um annað og myndu ávallt halda sérstöku sambandi.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar