Chris Brown vill fá 500 milljónir bandaríkjadala

Chris Brown.
Chris Brown. Ljósmynd/Valerie Macon

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur höfðað meiðyrðamál gegn framleiðslufyrirtækinu Warner Bros. vegna heimildamyndarinnar Chris Brown: A History of Violence sem frumsýnd var á sjónvarpstöðinni Investigation Discovery á síðasta ári.

Brown, sem vill fá 500 milljónir bandaríkjadala eða það sem samsvarar 70 milljörðum íslenskra króna, segir myndina stimpla sig sem raðnauðgara og kynferðisafbrotamann.

Í dómsskjölum sem fréttamiðillinn Page Six hefur undir höndum kemur fram að Brown saki framleiðendur myndarinnar um ósannar og ærumeiðandi staðhæfingar í hans garð, en myndin byggir meðal annars á frásögn konu sem kærði tónlistarmanninn fyrir að byrla sér ólyfjan og nauðga sér um borð í snekkju árið 2020.

Málið fór fyrir dómstóla á sínum tíma en var vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum.

Brown, sem er 35 ára, á að baki langa sögu um ofbeldishegðun, en árið 2009 réðst hann á þáverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Rihönnu. Árið 2013 var hann svo handtekinn fyrir að nefbrjóta karlmann í Washington.

Tveimur árum síðar var hann sakaður um að hafa kýlt mann í spilavíti í Las Vegas og ári síðar var hann handtekinn fyrir að ráðast á konu og hóta henni með byssu. Þá lagði fyrrverandi kærasta hans, Karrueche Tran, fram kæru á hendur honum vegna heimilisofbeldis árið 2017.

Þá hefur hann einnig verið sakaður um tvær nauðganir, annars vegar í París 2019 og hins vegar í Flórída í Bandaríkjunum 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar