Hvað er eiginlega að karlmönnum?

Katherine Ryan fjallaði heimsmet klámstjörnunnar Bonnie Blue í nýjasta hlaðvarpsþætti …
Katherine Ryan fjallaði heimsmet klámstjörnunnar Bonnie Blue í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Samsett mynd

Kanadíski uppistandarinn og hlaðvarpsstjarnan Katherine Ryan fór ekki fögrum orðum um karlmennina sem biðu í langri röð eftir því að stunda nokkurra sekúndna kynlíf með bresku OnlyFans-stjörnunni Bonnie Blue í nýjasta þætti hlaðvarpsins Katherine Ryan: Telling Everybody Everything.

Blue, sem er 25 ára, setti heimsmet fyrr í þessum mánuði þegar hún stundaði kynlíf með 1.057 karlmönnum á aðeins 12 klukkustundum. Með því sló hún ríflega 20 ára gamalt met bandarísku klámstjörnunnar Lisa Sparxxx sem stundaði kynlíf með 919 karlmönnum á einum sólarhring í október 2004.

Myndbönd sem sýna frá heimsmetatilrauninni hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum upp á síðkastið, en í þeim má sjá þátttakendurna, flestir með grímur yfir andlitum og á nærbuxum einum fata, bíða í röð, sem nær út á götu Lundúna, eftir að sænga hjá Blue, sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið.

Ryan, sem fór ofan í saumana á þessu í hlaðvarpsþættinum, fordæmdi athæfið og sagði það ógeðslegt en sagði það þó enn ógeðslegra að miða allri gagnrýninni að Blue.

„Þið mættuð, þið biðuð í röð, þið stóðuð þarna eins og fávitar á nærbuxunum og hulduð andlit ykkar.

Hvað er eiginlega að karlmönnum? Eruð þið virkilega þetta örvæntingarfullir,“ sagði Ryan meðal annars.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Loka