Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?

Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Hlustun á hljóðbókum fer vaxandi og nú geta aðdáendur hljóðbóka lagt sitt af mörkum því búið er að opna fyrir kosningu á Íslensku hljóðbókarverðlaunin Storytel Awards 2025. 

Í þessu forvali geta hlustendur valið sína eftirlætis hljóðbók í forvali fyrir verðlaunin sem fara fram árlega þar sem höfundar, lesarar og útgefendur eru verðlaunaðir. 

„Í forvalinu eru vinsælustu hljóðbækurnar hjá Storytel, sem allar voru gefnar út á íslensku árið 2024. Bækurnar eru valdar út frá hlustun og stjörnugjöfum notenda í Storytel-appinu. Í hverjum flokki eru 15–25 bækur, og verðlaunaflokkarnir í ár eru: skáldsögur, glæpa- og spennusögur, barna- og ungmennabækur, ljúflestur og rómantík, auk óskáldaðs efnis,“ segir í fréttatilkynningu. 

Að lokinni kosningu almennings verða fimm efstu hljóðbækurnar í hverjum flokki formlega tilnefndar. Því næst taka við dómnefndir skipaðar af fagfólki á sviði bókmennta sem hafa það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk. Sérstök áhersla er lögð á vandaðan lestur, sem eykur upplifun hlustenda. Hljóðbók ársins í hverjum flokki verður síðan útnefnd á glæsilegri verðlaunahátíð 27. mars, þar sem höfundar og lesarar verða heiðraðir.

Kosningin er opin öllum og fer fram á vef Íslensku hljóðbókaverðlaunanna. Kosning stendur yfir til 3. febrúar. 

Álfrún Örnólfsdóttir og Helga E. Jónsdóttir voru verðlaunaðar í fyrra.
Álfrún Örnólfsdóttir og Helga E. Jónsdóttir voru verðlaunaðar í fyrra. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Það var svona mikið stuð í fyrra.
Það var svona mikið stuð í fyrra. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar