Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?

Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Hlust­un á hljóðbók­um fer vax­andi og nú geta aðdá­end­ur hljóðbóka lagt sitt af mörk­um því búið er að opna fyr­ir kosn­ingu á Íslensku hljóðbók­arverðlaun­in Stor­ytel Aw­ards 2025. 

Í þessu for­vali geta hlust­end­ur valið sína eft­ir­læt­is hljóðbók í for­vali fyr­ir verðlaun­in sem fara fram ár­lega þar sem höf­und­ar, les­ar­ar og út­gef­end­ur eru verðlaunaðir. 

„Í for­val­inu eru vin­sæl­ustu hljóðbæk­urn­ar hjá Stor­ytel, sem all­ar voru gefn­ar út á ís­lensku árið 2024. Bæk­urn­ar eru vald­ar út frá hlust­un og stjörnu­gjöf­um not­enda í Stor­ytel-app­inu. Í hverj­um flokki eru 15–25 bæk­ur, og verðlauna­flokk­arn­ir í ár eru: skáld­sög­ur, glæpa- og spennu­sög­ur, barna- og ung­menna­bæk­ur, ljúf­lest­ur og róm­an­tík, auk óskáldaðs efn­is,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

Að lok­inni kosn­ingu al­menn­ings verða fimm efstu hljóðbæk­urn­ar í hverj­um flokki form­lega til­nefnd­ar. Því næst taka við dóm­nefnd­ir skipaðar af fag­fólki á sviði bók­mennta sem hafa það að leiðarljósi að líta heild­stætt á hvert verk. Sér­stök áhersla er lögð á vandaðan lest­ur, sem eyk­ur upp­lif­un hlust­enda. Hljóðbók árs­ins í hverj­um flokki verður síðan út­nefnd á glæsi­legri verðlauna­hátíð 27. mars, þar sem höf­und­ar og les­ar­ar verða heiðraðir.

Kosn­ing­in er opin öll­um og fer fram á vef Íslensku hljóðbóka­verðlaun­anna. Kosn­ing stend­ur yfir til 3. fe­brú­ar. 

Álfrún Örnólfsdóttir og Helga E. Jónsdóttir voru verðlaunaðar í fyrra.
Álfrún Örn­ólfs­dótt­ir og Helga E. Jóns­dótt­ir voru verðlaunaðar í fyrra. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Það var svona mikið stuð í fyrra.
Það var svona mikið stuð í fyrra. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Alvarleiki á sér stund og stað, en það ekki ekki hér og nú. Kannaðu allar hliðar mála vandlega áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Alvarleiki á sér stund og stað, en það ekki ekki hér og nú. Kannaðu allar hliðar mála vandlega áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf