Fordæmdi hegðun barnsföður síns

Elon Musk og Grimes áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástarsambandi …
Elon Musk og Grimes áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástarsambandi í fjögur ár. Ljósmynd/AFP

Kanadíska tón­list­ar­kon­an Gri­mes, sem heit­ir réttu nafni Claire Elise Boucher, deildi færslu á sam­fé­lags­miðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, nokkr­um klukku­stund­um eft­ir um­deilda ræðu og handa­hreyf­ingu fyrr­ver­andi kær­asta henn­ar og barns­föður, auðjöf­urs­ins Elon Musk, á „sig­ur­hátíð“ inn­setn­ing­ar­dags Don­alds Trumps í embætti Banda­ríkja­for­seta.

Musk, sem Trump valdi til að fara fyr­ir hagræðing­ar­ráðuneyti sínu, vakti mikla at­hygli á mánu­dag þegar hann sló á brjóst sér og rétti út hönd­ina með op­inn lófa líkt og siður var hjá Þjóðverj­um í valdatíð Ad­olfs Hitlers.

Gri­mes for­dæmdi hegðun barns­föður síns, þó án þess að nefna hann á nafn, og sagðist for­dæma all­ar hug­mynd­ir hægri öfga­manna.

Gri­mes og Musk áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástar­sam­bandi í fjög­ur ár og eiga þrjú börn á ald­urs­bil­inu tveggja til fjög­urra ára, X Æ A-Xii, Exu Dark Si­deræl og Techno Mechanicus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Innra jafnvægi styrkist með íhugun og skýrri sýn. Vertu trúr sannfæringu þinni og láttu ekki utanaðkomandi áhrif trufla þig. Einfaldleiki leiðir til sáttar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Innra jafnvægi styrkist með íhugun og skýrri sýn. Vertu trúr sannfæringu þinni og láttu ekki utanaðkomandi áhrif trufla þig. Einfaldleiki leiðir til sáttar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir