Fordæmdi hegðun barnsföður síns

Elon Musk og Grimes áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástarsambandi …
Elon Musk og Grimes áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástarsambandi í fjögur ár. Ljósmynd/AFP

Kanadíska tónlistarkonan Grimes, sem heitir réttu nafni Claire Elise Boucher, deildi færslu á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, nokkrum klukkustundum eftir umdeilda ræðu og handahreyfingu fyrrverandi kærasta hennar og barnsföður, auðjöfursins Elon Musk, á „sigurhátíð“ innsetningardags Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.

Musk, sem Trump valdi til að fara fyrir hagræðingarráðuneyti sínu, vakti mikla athygli á mánudag þegar hann sló á brjóst sér og rétti út höndina með opinn lófa líkt og siður var hjá Þjóðverjum í valdatíð Adolfs Hitlers.

Grimes fordæmdi hegðun barnsföður síns, þó án þess að nefna hann á nafn, og sagðist fordæma allar hugmyndir hægri öfgamanna.

Grimes og Musk áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástarsambandi í fjögur ár og eiga þrjú börn á aldursbilinu tveggja til fjögurra ára, X Æ A-Xii, Exu Dark Sideræl og Techno Mechanicus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smá óreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smá óreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav