Myndskeið ungrar íslenskrar stúlku sem kallar sig solliljaha á TikTok hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni síðustu daga fyrir skemmtilegar upptökur sem sýna ömmu hennar fylgjast með íslenska handknattleiksliðinu á heimsmeistaramóti karla í Króatíu sem nú stendur yfir.
Stúlkan hefur deilt tveimur myndskeiðum af ömmu sinni sem bæði hafa fengið þúsundir áhorfa.
Í fyrra myndskeiðinu má sjá heimili konunnar sem er skreytt frá toppi til táar með íslenska fánanum sem og hana sjálfa, en hún er klædd í íslensku fánalitina og með skemmtilegan hatt á höfði.
Í seinna myndskeiðinu sýnir stúlkan viðbrögð ömmu sinnar, sem tekur vart augun af skjánum og er óhrædd við að gagnrýna dómgæslu, frammistöðu leikmanna og framvindu leiksins.
Fjölmargir hafa ritað athugasemdir við myndskeiðin og hvatt Handknattleikssamband Íslands til að senda hana út og styðja strákana úr áhorfendastúkunni.
@solliljaha Komið henni út að horfa á leik plz!!
♬ original sound - Raihann
@solliljaha @HSI Iceland Handball ♬ original sound - solla