Snerting ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna

Snerting.
Snerting. Ljósmynd/Lilja Jóns

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks, hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í flokki bestu erlendu kvikmynda.

Frá þessu var greint í beinu streymi frá Samuel Goldwyn-kvikmyndahúsinu í Beverly Hills nú rétt í þessu.

Þær kvikmyndir sem hlutu tilnefningar í sama flokki eru I’m Still Here, The Girl with the Needle, Emilia Pérez, The Seed of the Sacred Fig og Flow.

Snerting, sem er byggð á bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sló í gegn hér heima sem og erlendis en hún segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni: Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar