Áttburarnir orðnir 16 ára

Nadya Suleman var í harðlega gagn­rýnd fyr­ir að hafa gengið …
Nadya Suleman var í harðlega gagn­rýnd fyr­ir að hafa gengið með öll börn­in. Samsett mynd

Fjölburar Nadyu Suleman fögnuðu 16 ára afmæli sínu á sunnudag.

Suleman, sem flestir þekkja kannski betur undir heitinu Octomom eða áttburamamman, komst í heimspressuna árið 2008 þegar hún varð ófrísk af áttburum með hjálp tæknifrjóvgunar, verandi einstæð og atvinnulaus sex barna móðir.

Hinn 26. janúar árið 2009 fæddi Suleman áttburana og varð því 14 barna móðir. Í heiminn komu sex drengir og tvær stúlkur, þau Noah, Maliyah, Isaiah, Nariyah, Jonah, Makai, Josiah og Jeremiah.

Nú eru átt­bur­arn­ir orðnir 16 ára og í til­efni þess deildi Su­lem­an fal­legri færslu og mynd af átt­burun­um fyrir utan heimili þeirra í Orange-sýslu í Kaliforníu.

„Til hamingju með 16 ára afmælið elsku Noah, Isaiah, Nariyah, Maliyah, Jeremiah, Josiah, Jonah og Makai. Þið eruð elskuð meira en orð fá lýst. Ég er svo lánsöm að hafa ykkur í lífi mínu og spennt og þakklát fyrir ferðalagið sem við erum að leggja af stað í.

Guð hefur vakað yfir ykkur frá fæðingu og er með stór áform fyrir hvert og eitt ykkar,” skrifaði Suleman sem endaði færsluna með því að vitna í þekkta barnabók, Love You Forever, eftir Robert Munsch.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo getur eitt barn spurt að níu vitringar komist í þrot. Haltu þínu striki og láttu úrtölur sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal