Zellweger og Grant glæsileg á bleika dreglinum

Hugh Grant og Renée Zellweger brostu sínu breiðasta á bleika …
Hugh Grant og Renée Zellweger brostu sínu breiðasta á bleika dreglinum. Sebastien Dupuy/AFP

Nýj­asta mynd­in um Bridget Jo­nes, Bridget Jo­nes: Mad About The Boy, var frum­sýnd í gær­kvöldi. Sýn­ing­in fór fram í Le Grand Rex-kvik­mynda­hús­inu í Par­ís­ar­borg og var öllu tjaldað til, enda krökkt af stór­stjörn­um.

Mad About The Boy er fjórða mynd­in um hina sein­heppnu Jo­nes. Ber mynd­in sama titil og sam­nefnd skáld­saga eft­ir Helen Field­ing um Bridget Jo­nes. Í sög­unni er hún orðin ekkja eft­ir lát Mark Darcy sem Col­in Firth lék.

Renée Zellweger.
Renée Zellwe­ger. Sebastien Dupuy/​AFP

Reneé Zellwe­ger, sem fer með hlut­verk Jo­nes, stillti sér upp á bleika dregl­in­um ásamt mót­leik­ur­um sín­um, þeim Hugh Grant, Chiwetel Eji­of­or og Leo Woodall, sem all­ir kepp­ast um ást­ir Jo­nes í mynd­inni.

Mynd­in verður heims­frum­sýnd þann 13. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Ungfrú Frakkland, Angelique Angarni-Filopon, lét sig ekki vanta.
Ung­frú Frakk­land, Ang­el­ique Ang­arni-Filopon, lét sig ekki vanta. Sebastien Dupuy/​AFP
Enski leikarinn Leo Woodall tók sig vel út á bleika …
Enski leik­ar­inn Leo Woodall tók sig vel út á bleika dregl­in­um. Sebastien Dupuy/​AFP
Rithöfundurinn Helen Fielding var glæsileg á frumsýningu Bridget Jones: Mad …
Rit­höf­und­ur­inn Helen Field­ing var glæsi­leg á frum­sýn­ingu Bridget Jo­nes: Mad About The Boy. Sebastien Dupuy/​AFP
Hugh Grant heillaði viðstadda upp úr skónum.
Hugh Grant heillaði viðstadda upp úr skón­um. Sebastien Dupuy/​AFP
Hugh Grant, Chiwetel Ejiofor, Helen Fielding, Renée Zellweger, Michael Morris …
Hugh Grant, Chiwetel Eji­of­or, Helen Field­ing, Renée Zellwe­ger, Michael Morr­is og Leo Woodall. Sebastien Dupuy/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú hefur áfram mikla sköpunarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. Segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú hefur áfram mikla sköpunarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. Segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir