Fyrrverandi eiginkona Costner trúlofuð gömlum félaga hans

Ástin er óútreiknanleg!
Ástin er óútreiknanleg! Samsett mynd

Fyrrverandi eiginkona Kevin Costner, Christine Baumgartner, er trúlofuð viðskiptamanninum Josh Connor eftir tæplega tveggja ára samband. Connor er gamall félagi og vinur leikarans.

Baumgartner, sem er töskuhönnuður, sótti um skilnað frá Costner í maí 2023 eftir 18 ára hjónaband.

Skilnaðurinn var ansi stormasamur og lauk því ekki fyrr en tæpu ári síðar, eða í febrúar 2024.

Connor fór á skeljarnar um síðustu helgi og bað sinnar heittelskuðu á strönd í Santa Barbara í Kaliforníuríki.

Vinur parsins sagði bónorðið hafa komið Baumgartner gjörsamlega á óvart í samtali við tímaritið People.

„Hún var ekki að búast við þessu. Það byrjaði að rigna, þau voru ein á ströndinni þegar Connor fór á skeljarnar.”

Costner, sem á þrjú börn með Baumgartner, var nýlega bendlaður við sveitasöngkonuna Jewel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir