Stewart hefur ekki tapað kynþokkanum með aldrinum

Martha Stewart fer ávallt sínar eigin leiðir.
Martha Stewart fer ávallt sínar eigin leiðir. Ljósmynd/AFP

Góm­sæt jarðarber úr garðinum, hun­ang, granatepli og snyrti­vör­ur frá MAC eru á meðal þess sem kveikja á kyn­ferðis­legri löng­un og örvun hjá eld­hús­gyðjunni og Íslands­vin­kon­unni Mörthu Stew­art.

Hin 83 ára gamla Stew­art greindi frá þessu í stuttu mynd­skeiði á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag, en færsl­an virðist vera sam­starf við kanadíska snyrti­vör­uris­ann MAC.

Stew­art sem er klædd í kremaðan silk­islopp tek­ur stór­an bita af jarðarberi, sleik­ir hun­angs­skeið er hún star­ir tæl­andi í mynda­vél­ina og bít­ur í granatepli áður en hún set­ur á sig varalit frá MAC á var­irn­ar og seg­ir: „Ég nota ein­ung­is vör­ur frá MAC.“

Mynd­skeiðið hef­ur vakið mikla at­hygli á In­sta­gram og hafa hátt í 50.000 manns líkað við færslu Stew­art, sem hef­ur ekki tapað kynþokk­an­um með aldr­in­um.

Stew­art ferðaðist til Íslands í ág­úst 2023 og heim­sótti meðal ann­ars súkkulaðigerðina Omnom ásamt Dor­rit Moussai­eff, fyrr­ver­andi for­setafrú Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Hvar sem þú kemur rekurðu þig á vegg þegar þú berð upp spurningar þínar. Sá hefur nóg sér nægja lætur og þú þarft þá ekki að hafa áhyggjur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Anna Sund­beck Klav
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Hvar sem þú kemur rekurðu þig á vegg þegar þú berð upp spurningar þínar. Sá hefur nóg sér nægja lætur og þú þarft þá ekki að hafa áhyggjur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Anna Sund­beck Klav
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir