„Ég er peningasjúkur“

Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime, sem flestir þekkja úr geysivinsælu þáttaröðunum Æði, fer ekki leynt með skoðanir sínar á peningum og fjárhagslegar væntingar í samböndum. Þetta kemur fram í spjalli við hlaðvarpsþáttastjórnendur Veislunnar.

„Ég er peningasjúkur, og það er no shame in my game,“ segir Patrekur og bætir við að hann myndi alltaf velja peninga fram yfir allt annað.

„Ég væri til í að gera hvað sem er fyrir peninga. Ef hann á nóg af peningum þá er mér alveg sama.“

En hversu mikla peninga þarf draumaprinsinn að eiga?

„Ég bara veit það ekki alveg, en ég væri alla vega til í að vera með hundrað þúsund kall í weekly allowance,“ segir Patrekur, en 100.000 krónur í vikulegan vasapening hlýtur að teljast gott.

Guðrún Svava, einn þáttastjórnandi Veislunnar, tók undir með Patreki:

„Hann þarf ekkert að vera með svaka net worth, hann þarf bara að vera ekki nískur.“

Patrekur Jaime og unnusti hans slitu sambandi sínu í fyrra.

Hægt er að hlusta á Veisluna hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki einkamál þín taka of mikinn tíma frá vinnunni. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur utan vinnu verður ánægjulegt og gefandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki einkamál þín taka of mikinn tíma frá vinnunni. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur utan vinnu verður ánægjulegt og gefandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant