Skildi buxurnar eftir heima

Megan Thee Stallion.
Megan Thee Stallion. Skjáskot/Instagram

Klæðnaður banda­rísku rapp­stjörn­unn­ar Meg­an Thee Stalli­on vakti sann­ar­lega at­hygli á tísku­vik­unni í Par­ís nú á dög­un­um.

Stalli­on mætti buxna­laus á tísku­sýn­ingu franska fata­hönnuðar­ins Jean Paul Gaultier á miðviku­dags­kvöldið og sýndi ljós­mynd­ur­um legg­ina íklædd svartri kápu, háum nælon­sokk­um og kremuðum, blóma­skreytt­um nær­bux­um.

Stalli­on, sem heit­ir réttu nafni Meg­an Pete, stal sen­unni á þó nokkr­um viðburðum tísku­vik­unn­ar, enda ófeim­in við að sýna lín­urn­ar í efn­is­litl­um flík­um.

Rapp­ar­inn, best þekkt­ur fyr­ir lög á borð við Body og Hot Girl Sum­mer, sat á fremsta bekk á sýn­ingu Gaurav Gupta, klædd­ur keðjukjól og með höfuðfat í stíl, og mætti á tísku­sýn­ingu Giambatt­i­sta Valli í stór­glæsi­leg­um app­el­síngul­um kjól með hettu.

Það var ít­alska tísku­húsið Miu Miu sem kom buxna­lausu-tísku­bylgj­unni af stað árið 2023 þegar fyr­ir­sæt­ur gengu niður tískupall­ana í prjónuðum peys­um og nær­bux­um í stíl. Síðan þá hef­ur þetta verið áber­andi á meðal Hollywood-stjarna á við Hailey Bie­ber, Kendall Jenner, Syd­ney Sweeney og Kristen Stew­art. 

Fjöldi þekktra ein­stak­linga ferðaðist til Par­ís­ar til að virða fyr­ir sér allt það nýj­asta úr heimi tísk­unn­ar, en Haute Cout­ure-tísku­vik­unni lauk á fimmtu­dag.

Meðal gesta voru Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir, Pamela And­er­son, Lisa Rinna, Elt­on John og Al­ess­andra Am­brosio.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir