Víkingur Heiðar Ólafsson vann til Grammy-verðlauna í fyrsta sinn en 67. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöld.
Víkingur Heiðar var tilnefndur í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Johann Sebastian Bach og stóð hann uppi sem sigurvegari en aðrir sem voru tilnefndir voru: Andy Akiho, Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra, Mak Grgić & Ensemble Dissonance og Seth Parker Woods.
Grammy-verðlaunin eru talin ein virtustu verðlaun sem hægt er að vinna í tónlistarheiminum.
Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé vann sín fyrstu Grammy-verðlaun en plata hennar, Cowboy Carter, var valin sú besta. Beyoncé var tilnefnd til 11 verðlauna á hátíðinni og vann í þremur flokkum, plata ársins, besta kántríplatan og besta frammistaða kántrídúetts með Miley Cyrus.
Rapparinn Kendrick Lamar vann Grammy-verðlaun fyrir lag ársins, Not Like Us, en Lamar stóð uppi sem sigurvegari í öllum fimm flokkunum sem hann var tilnefndur í.
Listinn yfir Grammy-verðlaunahafa
Víkingur Ólafsson (@VikingurMusic) earns his first Grammy, with Caroline Shaw, @GOrtizcomposer, Gustavo Dudamel and the @LAPhil also amongst the winners. #GRAMMYs https://t.co/b581sg47ph
— Limelight (@LimelightArtsAu) February 3, 2025