Babyface sýnd óvirðing í viðtali á rauða dreglinum

Söngvarinn og framleiðandinn, Babyface, þegar hann mætti til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í …
Söngvarinn og framleiðandinn, Babyface, þegar hann mætti til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í Los Angeles í gær. FRAZER HARRISON/AFP

Tónlistarmaðurinn og þrettánfaldi Grammy-verðlaunahafinn, Babyface, mætti til Grammy-verðlaunanna á sunnudagskvöld. Á rauða dreglinum var hann í miðju viðtali við blaðakonur Associated Press þegar önnur þeirra kallaði í Chappel Roan á meðan á viðtalinu stóð.

Myndbandið sýnir þegar Babyface er í viðtali við blaðakonurnar Leslie Ambriz og Krystu Fauriu. Í miðju svari við spurningu Ambriz er hann truflaður þegar Fauria kallar á söngkonuna Chappel Roan, sem stendur í návígi við hann. Þegar söngvarinn áttar sig á að blaðakonurnar vilji heldur tala við Roan lýkur hann viðtalinu og gengur í burtu. 

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um athæfið er Kardashian-systirin Khloé. „Það er svo vanvirðandi hvernig komið er fram við Babyface í þessu viðtali. Hann hefur haft svo mikil áhrif á tónlistariðnaðinn, á svo marga vegu. Það er brjálæðislegt að sjá goðsögnina vanvirta á þennan hátt,“ tísti Kardashian. 

Blaðakonan Krysta Fauria hefur nú beðist afsökunar á þessu vanvirðandi athæfi. 

Hollywood Reporter

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir