Djömmuðu í heilan sólarhring

TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle.
TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle. Skjáskot/Instagram

TikT­ok-stjarn­an og áhrifa­vald­ur­inn Alix Earle lét ekki sitt eft­ir liggja þegar hún skipu­lagði ógleym­an­legt af­mæl­ispartý fyr­ir bestu vin­konu sína, Sally. Þemað var 24 klukku­stunda partý sem speglaði ald­ur­inn henn­ar Sally. Hug­mynd­in var inn­blás­in af Margot Robbie, sem áður hélt svipaða veislu þegar hún fagnaði sín­um 24 ára af­mæl­is­degi.

Frá 19:00 til 19:00

Partýið hófst klukk­an 19:00 í íbúð Earle í Miami þar sem hóp­ur­inn skálaði í kampa­víni og naut kaví­ars. Þar var stemn­ing­in sett fyr­ir kom­andi æv­in­týri.

Eft­ir for­drykk­ina hélt hóp­ur­inn út að borða og þegar mat­ur­inn var bú­inn tók lúxuslimmósína við sem flutti hóp­inn á klúbb þar sem dans og tónlist réðu ríkj­um.

End­ur­nýj­un fyr­ir næsta æv­in­týri

Eft­ir klúbba­skemmt­un­ina sneru þær aft­ur í íbúð Earle til að hvíla sig smá, end­ur­nýja förðun­ina og hoppa í sturtu ef þörf krafði áður en haldið var í næsta æv­in­týri.

Dag­partý á bát og meira fjör

Til að toppa veisl­una tóku þær bát til að kom­ast á næsta áfangastað. Þar var haldið áfram að fagna af­mæl­is­deg­in­um áður en hóp­ur­inn hélt á vin­sæl­an dag­klúbb í Miami sem er þekkt­ur fyr­ir lif­andi stemn­ingu all­an dag­inn.

Earle var dug­leg að deila öllu á TikT­ok, þar sem fylgj­end­ur henn­ar fengu lif­andi upp­færsl­ur frá þessu af­mæl­ispartýi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir