Samkvæmt heimildarmanni Page Six upplifir söngkonan Taylor Swift sig notaða af Blake Lively. Poppstjörnunni líkar ekki að vera nefnd einn af „drekum“ Lively eftir að textaskilaboð Lively voru opinberuð í gagnmálsókn sem meðleikari hennar í It Ends With Us og leikstjóri myndarinnar, Justin Baldoni, lagði fram.
Það var í lok desember á síðasta ári sem tekin var upp málsókn á hendur Baldoni þar sem Lively sakar hann um kynferðislega áreitni og tilraun til að eyðileggja orðspor hennar í kjölfarið.
Meint textaboð tilgreina ekki hverjir drekarnir eru en margir telja að Lively hafi vísað í eiginmann sinn, Ryan Reynolds, og vinkonu sína Swift.
Swift óskar þess að hafa ekki verið dregin inn í deilurnar á milli Baldoni og Lively. Þær hafa verið vinkonur síðan 2015 og er Swift sögð þykja vænt um vináttuna en hafi fundist hún notuð á þessum tímapunkti.
Heimildarmaðurinn segir söngkonuna vilja halda sig frá dramanu eins og mögulegt er.