Fyrri undanúrslit söngvakeppni sjónvarpsins fóru fram í kvöld.
Fimm lög kepptu í undankeppninni en þrjú lög tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision sem fer fram í Basel í maí verður valið.
Flytjendurnir sem komust áfram voru RÓA með hljómsveitinni VÆB, Frelsið mitt með Stebba Jak og Eins og þú með söngvaranum Ágúst.
Einnig flutti söngkonan Bía lagið Norðurljós og Birgitta Ólafsdóttir lagið Ég flýg í storminn í kvöld en komust ekki áfram í úrslitin.
Nýtt fyrirkomulag er á Söngvakeppninni í ár en í undanúrslitunum keppa fimm lög hvort kvöld þar sem þrjú lög komast áfram eftir símakosningu landsmanna. Það verða því sex lög sem keppa til úrslita en ekki fimm eins og áður þar sem fimmta lagið var valið af handahófi af RÚV fyrir úrslitakvöldið.