Ragnar hitti goðin í London

Ragnar stillti sér upp með leikurum úr Poirot-þáttunum í London. …
Ragnar stillti sér upp með leikurum úr Poirot-þáttunum í London. Frá vinstri eru Hugh Fraser, Pauline Moran, Ragnar, David Suchet og Zoë Wanamaker. Við hlið þeirra eru svo dætur Ragnars. Ljósmynd/Aðsend

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á glæpasögum Agöthu Christie.

Hann þýddi fjölmargar bækur eftir hana og hefur margoft mært verk hennar. Það bar því vel í veiði um liðna helgi þegar Ragnar sótti góðgerðarsamkomu í London þar sem aðalleikararnir úr Poirot-þáttunum komu saman.

„Þættirnir um Poirot með David Suchet hófu göngu sína árið 1989. Ég fylgdist með þeim vikulega, 13 ára gamall, og svo í mörg ár eftir það, þar til sýningum lauk 2013. Það var því ævintýri líkast að hitta alla aðalleikarana í London, og eitthvað sem 13 ára ég hefði ekki einu sinni látið sig dreyma um,“ segir Ragnar.

Leikararnir komu saman á sviði á sunnudagskvöld og kveðst Ragnar telja að það sé líklega í fyrsta og eina sinn sem það gerist. Þarna voru David Suchet (Poirot), Hugh Fraser (Hastings), Pauline Moran (fröken Lemon), Zoë Wanamaker (Ariadne Oliver) og Philip Jackson (Japp).

„Þau sögðu sögur frá þáttagerðinni í tvær klukkustundir eða svo og eftir viðburðinn var ég svo heppinn að fá að hitta þau og spjalla við þau. Það kom þannig til að við Hugh erum ágætir kunningjar og hann gat komið því í kring fyrir mig og dætur mínar, sem sömuleiðis eru miklir aðdáendur Poirots,“ segir Ragnar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær, 6. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney