Liam Payne átti í basli með kynhneigð sína

Liam Payne á rauða dreglinum á BRIT-verðlaunahátíðinni í London í …
Liam Payne á rauða dreglinum á BRIT-verðlaunahátíðinni í London í febrúar 2019. Tolga AKMEN / AFP

Nú fjórum mánuðum eftir andlát Liams Payne hafa nýjar upplýsingar varðandi söngvarann og lagahöfundinn verið birtar opinberlega.

Payne er sagður hafa sent kynferðisleg smáskilaboð til annarra karlmanna á meðan á sambandi hans og rithöfundarins og fyrirsætunnar, Mayu Henry, stóð. Þau voru í sambandi, með hléum, 2018-2022. Þetta kemur fram í tímaritinu Rolling Stone sem kom út í dag.

Fjöldi heimildarmanna segir við tímaritið að Payne, sem lést aðeins 31 árs, „hafi átt í basli með kynhneigð sína“.

Henry segist hafa komist að því að Payne hafi sent óviðeigandi skilaboð til annarra og að hann hafi óvart streymt þeim í sjónvarpstækið þeirra. 

Setti henni afarkosti

Þá segir einn heimildarmannanna í viðtali við Rolling Stone að Payne hafi neytt Henry í þungunarrof árið 2020 með því að setja henni afarkosti. 

„Liam sendi Mayu löng skilaboð þar sem hann sagði að annaðhvort færi hún í þungunarrof og héldi áfram að vera með honum, eða hún myndi ala upp barnið ein og hann myndi viðurkenna hvorugt þeirra.“ Skilaboðin hafi komið flatt upp á Henry, sem taldi Payne vilja eignast fjölskyldu, og að þau hefðu verið að reyna að eignast börn.

Payne eignaðist son með fyrrverandi kærustu sinni, Cheryl Cole, sem er í dag sjö ára.

Henry sem féllst á að fara í þungunarrof minntist fyrst á ferlið í maí 2024 í bók skáldsögu sinni, Looking Forward, sem hún segir hafa verið innblásin af sambandi þeirra Paynes.

Maya Henry og Liam Payne voru í sambandi 2018-2022, með …
Maya Henry og Liam Payne voru í sambandi 2018-2022, með hléum. Skjáskot/Instagram

Stormasamt samband

Í Rolling Stone var því einnig haldið fram að Payne hefði ýtt Henry niður stiga og elt hana með öxi í sambandi þeirra, sem upp og niður í gegnum tímann sem þau voru saman. 

Henry segist hafa elskað Payne afar heitt. „Allir sem hafa verið með fíkli skilja hversu erfitt það er. Þótt ég elskaði hann innilega gerði hann hluti sem særðu mig á þann hátt sem ég mun aldrei skilja til fulls og hann hélt áfram að særa mig mörgum árum eftir að við hættum saman.“

Tveimur árum eftir að þau hættu saman komst hún í fréttirnar fyrir að senda honum bréf þar sem hún fór fram á að hann hætti öllum meintum ólöglegum gjörðum, en hún sagði hann hafa sent sér og ástvinum sínum óviðeigandi myndir og myndskeið.

Á þeim tíma var Payne í sambandi með Kate Cassidy, þeirri sem hann var með í Argentínu þegar hann lést.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney