Sam Ashgari, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, staðfestir í nýju viðtali að hafa skrifað undir þagnarskyldusamning um sjö ára samband hans og poppstjörnunnar.
Þetta sagði hann í hlaðvarpinu Viall Files í dag.
Þáttastjórnandinn, Nick Viall, spurði Asghari um orsök skilnaðar þeirra Spears. Asghari neitaði að svara og bar fyrir sig þagnarskyldu.
Asghari virðist hafa verið duglegur við að koma fram upp á síðkastið og ræða einkalíf sitt en hann var síðast í hlaðvarpinu Sibling Rivalry með systrunum Kate og Oliver Hudson.
„Ég held að það sem skipti mestu máli sé tíminn sem við eyddum saman, hlutirnir sem við höfum lært. Og það var stór hluti af lífi mínu og hennar líka.“ Þá bætti hann við að hann myndi alltaf bera virðingu fyrir söngkonunni og myndi kjósa, á einhverjum tímapunkti, að geta verið í sambandi við hana.