„Veröldin hrynur í hvert skipti sem þau fara“

Elizabeth Holmes mætir til réttarhalda í San José í Kaliforníu …
Elizabeth Holmes mætir til réttarhalda í San José í Kaliforníu í nóvember 2022 til að hlýða á lengd dómsins. Justin Sullivan/AFP

Elizabeth Holmes er 41 árs frumkvöðull og tveggja barna móðir. Hún segir í nýju viðtali við tímaritið People að hennar bestu stundir séu þegar hún fær að hitta börnin sín William, sem er þriggja ára, og Invictu, tveggja ára, tvisvar sinnum í viku.

Holmes var aðeins um tvítugt þegar hún stofnaði tæknifyrirtækið Theranos og var sakfelld fyrir svik og samsæri árið 2022 í tengslum við hrun þess. 

Hún hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu.

Mölbrýtur hjartað

Holmes segir í viðtalinu að í hvert skipti sem hún fylgist með börnunum fara ásamt föður þeirra, Billy Evans, bak við öryggisglerið í fangelsinu, hrynji veröldin í kringum hana. „Fólkið sem ég elska þarf að ganga í burtu á meðan ég stend hér, fangi, og raunveruleikinn blasir við.“

Daglegt líf Holmes er martröð sem hún bjó til sjálf. Núna hefur hún afplánað tvö ár af 11 ára dómi, sem hefur þó verið lækkaður í níu ár vegna góðrar hegðunar.

Fyrirtækið Theranos var stofnað með loforðum um að gjörbylta heilbrigðisgeiranum með ódýrum greiningarprófum og tækjum sem geta skimað sjúklinga fyrir hundruðum sjúkdóma með aðeins örfáum blóðdropum. 

Einkenni Holmes voru svört rúllukragapeysa, sem minnti óneitanlega á Steve Jobs, stofnanda Apple, og rauður varalitur. Hún vakti mikla athygli þegar hún heillaði Silicon Valley og innlenda fjölmiðla upp úr skónum sem djarfur forstjóri frumkvöðlafyrirtækis.

Elizabeth Holmes mætir fyrsta daginn í réttarhöldin.
Elizabeth Holmes mætir fyrsta daginn í réttarhöldin. NICK OTTO/AFP

Hefði gert ýmislegt öðruvísi

Holmes segist hefði gert hlutina öðruvísi núna, þrátt fyrir að hún hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu. 

Um tvítugt hætti hún í Stanford-háskóla, þegar hún var á öðru ári, til að einbeita sér að þróun tækni fyrir heilbrigðisgeirann með það að markmiði að bjarga mannslífum. Árið 2003 fór sprotafyrirtækið hennar, Theranos, á markað og áratug síðar hafði hlutabréfaverð í því hækkað um níu milljarða dollara. Árið 2014 var Holmes sögð yngsti milljarðamæringurinn, af sjálfsdáðum.

The Wall Street Journal afhjúpaði rekstur fyrirtækisins þar sem prófunartækni þess var dregin í efa, sem síðan leiddi til rannsóknar alríkislögreglunnar. Gefin var út ákæra á hendur Ramesh Balwani, framkvæmdastjóra Theranos, fyrir að villa um fyrir fjárfestum og svíkja sjúklinga fyrir hundruð milljónir dollara.

Rangar greiningar á sjúklingum

Í vitnaleiðslum kom m.a. fram að kona hefði verið sögð hafa fósturlát í rannsóknum Theranos, en var í raun þunguð. Annað fórnarlamb sagðist hafa verið greindur með krabbamein sem hann var ekki með. Sá þriðji hlaut falskar HIV-niðurstöður.

Holmes segist enn vera að vinna úr áfallinu sem þurrkaði út öll auðæfi hennar. Jafnframt finnist henni sem brotið hafi verið á sér í réttarhöldunum í San José árið 2022. 

„Fyrst snerist þetta um að sætta sig við það sem gerðist,“ segir Holmes um samband sitt við Balwani. „Síðan snerist þetta um að fyrirgefa sjálfri mér fyrir mitt eigið leyti. Ég neitaði að játa mig seka um glæp sem ég framdi ekki. Theranos mistókst en mistök eru ekki svik.“

Þá hefur Holmes haldið því fram að Balwani hafi beitt hana kynferðisofbeldi og stjórnað henni algjörlega í bak og fyrir. 

Hún segist nýta tímann í fangelsinu m.a. í að vinna úr áföllum og til að vinna að rannsóknum og uppfinningum en draumurinn sé að greiða leið fyrir heilbrigðisþjónustu á viðráðanlegu verði, aðgengilegri öllum.

Áætlaðri afplánun Homes lýkur 3. apríl 2032.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verslar mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Vinir hafa sambönd sem geta sparað þér peninga eða útvegað þér vinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verslar mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Vinir hafa sambönd sem geta sparað þér peninga eða útvegað þér vinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir