Matthew Koma selur boli sem móðga Kanye West

Söngvarinn og tónskáldið Matthew Koma fékk nóg af dólgslátum Kanye …
Söngvarinn og tónskáldið Matthew Koma fékk nóg af dólgslátum Kanye West. Samsett mynd/Instagram/Frazer Harrison/AFP

Söngvarinn og tónskáldið, Matthew Koma, slær til baka til rapparans Kanye West eftir gyðingahatursummæli West á samfélagsmiðlum síðustu vikur.

West, sem kallar sig Ye á samfélagsmiðlum, fór mikinn með tístum sem einkenndust m.a. af gyðingahatri á samfélagsmiðlinum X, eða allt þar til Elon Musk, eigandi X, lokaði reikningnum hans. West lét ekki hatursorð sín nægja á samfélagsmiðlum heldur lét framleiða boli með hakakrossi nasista fyrir vörumerki sitt Yeezy.

Sem andsvar við dólgslátum West hefur Koma látið framleiða fyrir sig stuttermaboli með áletruninni „FUCK YE“.

Koma, sem er gyðingur og giftur söngkonunni Hillary Duff, setti inn Instagram-færslu á mánudag þar sem sagði: „Hey, ég get líka búið til boli – hlekkur hér. Allur ágóði sölunnar rennur til eftirlifenda helfararinnar.“

Koma lét einnig framleiða „ritskoðaða“ boli með áletruninni „F*** YE“, vegna þess að fjöldi fólks hafði beðið um það. Hann er ekki eina stirnið sem hefur mótmælt hegðun West, en Isla Fisher bað fólk einnig um að hætta að fylgja West á samfélagsmiðlum. Þá á friends-leikarinn David Schwimmer að hafa beðið Musk um að henda West út af X, sem hann og gerði.

View this post on Instagram

A post shared by Matthew Koma (@matthewkoma)

Hollywood Reporter

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verslar mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Vinir hafa sambönd sem geta sparað þér peninga eða útvegað þér vinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verslar mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Vinir hafa sambönd sem geta sparað þér peninga eða útvegað þér vinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir