Hilaria Baldwin, eiginkona Alec Baldwin leikara, segir eiginmann sinn stundum tala um að eiga fleiri börn. Saman eiga þau sjö börn en Alec á dótturina Ireland úr fyrra sambandi með leikkonunni Kim Basinger.
Hann er 66 ára en Hilaria er 41 árs. Hjónin voru í viðtali við tímaritið People þar sem spurningin um fleiri börn bar á góma.
„Hann er alltaf að biðja mig um fleiri börn,“ svarar hún.
„Ekki dæma mig,“ segir hann við blaðamann.
Alec og Hilaria eiga börnin Carmen 11 ára, Rafael 9 ára, Leonardo 8 ára, Romeo 6 ára, Eduardo og Marilu 4 ára og Ilariu 2 ára. Það er því meira en nóg að gera á heimilinu. Elsta dóttir Alec, Ireland, eignaðist barn árið 2023 og er hann því orðinn afi.
„Í raun vil ég ekki annað en þegar börnin verða eldri og hafa náð tveggja ára aldri þá horfi ég á Hilariu og segi; tími til að eiga annað,“ segir hann.
„Þau eru svo sæt en líkaminn minn er mjög þreyttur,“ svarar Hilaria.
Í lok mánaðarins mun fjölskyldan mæta á skjáinn í nýjum raunveruleikaþáttum um daglegt líf fjölskyldunnar. Þættirnir heita einfaldlega The Baldwins og ætla þeir að veita aðdáendum og öðrum frekari innsýn inn í daglegt líf þeirra. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin og fylgst með annasömu lífi hjónanna og barnanna.