Ráðleggur fólki að fullnýta ekki lánshæfið sitt

Það helsta sem hefur dregið að sér athygli á TikTok …
Það helsta sem hefur dregið að sér athygli á TikTok í vikunni. Samsett mynd

Íslendingar eru áberandi á TikTok, þar sem frumlegheit, húmor, óvæntir atburðir og áhugaverðar staðreyndir halda áhorfendum við efnið. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir það helsta sem dregið hefur að sér athygli í vikunni.

Gummi kíró stíliserar tískusýningu

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, gerði TikTok-myndband þar sem hann sýnir frá því hvernig hann stíliseraði fermingartískusýningu sem fór fram síðastliðinn laugardag.

@gummikiro

Komið með mér að stílista tískusýningu

♬ original sound - Gummi Kíró

Vaskurinn endaði frammi á gólfi á Auto

Ólafur Alexander Ólafsson, einn af eigendum barsins Nínu og skemmtistaðarins Auto, sýnir frá óhappi sem átti sér stað eftir kvöld á Auto, þar sem einn vaskurinn endaði óvænt frammi á gólfi. Ólafur hefur um nokkurt skeið haldið úti hinu svokallaða „Lífið á klúbbnum“ á TikTok, sem margir hafa fylgst með af áhuga.

Páll Óskar heldur uppi góða skapinu þrátt fyrir þríbrotinn kjálka

Páll Óskar deilir frá því hvernig lífið er eftir að hafa þríbrotið kjálkann og brotið sjö jaxla, en hann er nú í löngu bataferli. Hann er með víra og teygjur til að halda kjálkanum saman og mun þurfa frekari tannlæknameðferðir á næstu vikum.

Páll, sem er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, heldur þó uppi góða skapinu og fær sér dýrindis heitt súkkulaði með rjóma á hverjum degi núna.

„Thank you for letting me lose so nicely“ 

Birgitta Ólafsdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu Birgó, tók þátt í undanúrslitum Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Hún komst þó ekki áfram, sem vakti furðu margra. Í nýlegu TikTok-myndskeiði þakkar Birgitta fyrir öll fallegu skilaboðin sem hún hefur fengið, bæði frá íslenskum og erlendum aðdáendum.

Smökkuðu vinsæla matarkeðju í New York

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason smökkuðu nýlega skyndibitakeðjuna Raising Cane's í New York. Keðjan hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið, einkum vegna kjúklingavængjanna og sósunnar sem hún býður upp á.

@sunnevaeinars

Raising Canes taste test í NY, er hann worth the hype? 🥤

♬ sonido original - SONIDOS LARGOS

Öllu tjaldað til í tilefni Valentínusardagsins

Valentínusardagurinn er haldinn mishátíðlega hér á landi en Karl Stefán Ingvarsson kom kærustu sinni Natalíu Nótt heldur betur að óvart. Hann skreytti íbúðina þeirra fallega með rósablöðum, kertum og blöðrum.

@natalianott Heppin með þetta krútt🥹💘 @Karl Stefán Ingvarss ♬ Fall in Love with You. - Montell Fish

Fann besta kjúklinga-shawarma í bænum!

Adam Helgason, sem er vinsæll matgæðingur á TikTok og kærasti Ástósar Traustadóttur, áhrifavaldar og hlaðvarpsstjórnanda, tók að sér að fara um götur Reykjavíkur í leit að hinu fullkomna kjúklinga-shawarma. Hann heimsótti nokkra staði og endaði á að finna það sem honum þótti besta kjúklinga-shawarmað í borginni.

@adamhelgason

Ég var krúnurakaður þegar þessi rannsókn hófst! 🥝

♬ ARABIC (WITH PERCUSSION) - Opensound

Ráðleggur fólki að fullnýta ekki lánshæfið sitt

Íris Líf Stefánsdóttir fékk greiðslumat upp á 100 milljónir en ráðleggur fólki að fullnýta ekki lánshæfið sitt. Hún mælir frekar með að kaupa ódýrari íbúð og forðast þannig að skuldsetja okkur í botn.

@irislifstefans Þegar þú ert að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn þá virkar þetta aðeins öðruvísi og mjög eðlilegt að þurfa að skuldsetja sig í botn #íslenskt #fyrirþig #fjármál #peningar #fasteignir ♬ original sound - Íris Líf | Digital Nomad


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir