Gekk rauða dregilinn í fyrsta sinn í langan tíma

Jack Nicholson sat fyrir framan félaga sinn, leikarann Robert De …
Jack Nicholson sat fyrir framan félaga sinn, leikarann Robert De Niro. Skjáskot/Instagram

Hinn fjöl­hæfi og marg­verðlaunaði banda­ríski leik­ari Jack Nichol­son gladdi marga er hann fagnaði hálfr­ar ald­ar af­mæli gam­anþátt­ar­ins Sat­ur­day Nig­ht Live á sunnu­dags­kvöldið.

Af­mæl­is­fögnuður­inn var stjörn­um prýdd­ur en meðal gesta voru Tom Hanks, Billy Crystal, Sarah Jessica Par­ker, Emma Stone og Robert De Niro.

Nichol­son, sem er best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­um á borð við One Flew Over the Coo­koo's Nest, As Good as it Gets, The Shining, A Few Good Men og The Depar­ted, leit vel út og virt­ist í góðu skapi. Leik­ar­inn var töff til fara með sólgler­augu, sixpens­ara og sitt heimsþekkta bros.

Hann kynnti góðvin sinn, leik­ar­ann Adam Sandler, á svið úr sæti sínu í sjón­varps­sal stúd­íós 8H, þar sem gam­anþátt­ur­inn sí­vin­sæli hef­ur verið tek­inn upp síðustu 50 árin.

Leik­ar­inn, sem er 87 ára gam­all, lét sig hverfa frá sviðsljós­inu fyr­ir tæp­lega fimm árum síðan en hann lék sitt síðasta kvik­mynda­hlut­verk árið 2010 í kvik­mynd­inni How Do You Know á móti þeim Owen Wil­son, Reese Wit­h­er­spoon og Paul Rudd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir