Gekk rauða dregilinn í fyrsta sinn í langan tíma

Jack Nicholson sat fyrir framan félaga sinn, leikarann Robert De …
Jack Nicholson sat fyrir framan félaga sinn, leikarann Robert De Niro. Skjáskot/Instagram

Hinn fjölhæfi og margverðlaunaði bandaríski leikari Jack Nicholson gladdi marga er hann fagnaði hálfrar aldar afmæli gamanþáttarins Saturday Night Live á sunnudagskvöldið.

Afmælisfögnuðurinn var stjörnum prýddur en meðal gesta voru Tom Hanks, Billy Crystal, Sarah Jessica Parker, Emma Stone og Robert De Niro.

Nicholson, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við One Flew Over the Cookoo's Nest, As Good as it Gets, The Shining, A Few Good Men og The Departed, leit vel út og virtist í góðu skapi. Leikarinn var töff til fara með sólgleraugu, sixpensara og sitt heimsþekkta bros.

Hann kynnti góðvin sinn, leikarann Adam Sandler, á svið úr sæti sínu í sjónvarpssal stúdíós 8H, þar sem gamanþátturinn sívinsæli hefur verið tekinn upp síðustu 50 árin.

Leikarinn, sem er 87 ára gamall, lét sig hverfa frá sviðsljósinu fyrir tæplega fimm árum síðan en hann lék sitt síðasta kvikmyndahlutverk árið 2010 í kvikmyndinni How Do You Know á móti þeim Owen Wilson, Reese Witherspoon og Paul Rudd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant