Plaza sást opinberlega í fyrsta sinn

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza.
Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Parks and Recreation, kom í fyrsta sinn fram opinberlega á sunnudag eftir að eiginmaður hennar, leikstjórinn Jeff Baena, fannst látinn á heimili þeirra þann 3. janúar síðastliðinn.

Leikkonan var ein fjölmargra Hollywood-stjarna sem fögnuðu hálfrar aldar afmæli gamanþáttarins Saturday Night Live í New York í gærdag og fékk hún það verkefni að kynna söngkonurnar Miley Cyrus og Brittany Howard á svið.

Plaza, sem stýrði þættinum í ársbyrjun 2023, lét lítið fyrir sér fara og kaus að ganga ekki rauða dregilinn ásamt öðrum gestum kvöldsins.

Baena, sem var 47 ára gamall og þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Horse Girl, The Little Hours og Life After Beth, féll fyrir eigin hendi.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant