Áhrifavaldur leiddi Seinfeld í gildru

Jerry Seinfeld hefur ekki tjáð sig um atvikið.
Jerry Seinfeld hefur ekki tjáð sig um atvikið. Samsett mynd

Grínistinn og leikarinn Jerry Seinfeld, best þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Seinfeld, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla þegar áhrifavaldur og aðgerðasinni sem kallar sig Subway DJ á Instagram bað hann um ljósmynd.

Seinfeld, sem er 70 ára, var á leiðinni á afmælistónleika gamanþáttarins Saturday Night Live í New York-borg á föstudagskvöldið þegar atvikið átti sér stað.

Subway DJ, sem er stuðningsmaður Palestínu, hvatti Seinfeld, sem hefur lengi verið yfirlýstur stuðningsmaður Ísrael, til að lýsa yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, um leið og hann smellti af þeim mynd. En það var á því augnabliki sem Seinfeld lét eftirfarandi ummæli falla: „Mér er alveg sama um Palestínu,“ áður en hann gekk í burtu.

Tók upp myndskeið

Það sem grínistinn vissi ekki er að Subway DJ var að taka upp myndskeið á símann sinn, ekki ljósmynd eins og áhrifavaldurinn hafði upphaflega beðið hann um, og náðist því allt á upptöku.

Subway DJ deildi myndskeiðinu á Instagram-síðu sinni í gærdag og hafa hátt í 40.000 manns líkað við myndskeiðið og fjölmargir ritað athugasemdir við færsluna sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima síðustu klukkustundir.

Netverjar hafa margir hverjir gagnrýnt Seinfeld fyrir mjög svo kaldranalegt og taktlaust svar en þó nokkrir hafa komið honum til varnar og sakað áhrifavaldinn um að hafa leitt Seinfeld í gildru.

View this post on Instagram

A post shared by Subway DJ (@subwaydj)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant