Candice Bergen syrgir eiginmann sinn

Marshall Rose og Candice Bergen gengu í hjónaband árið 2000.
Marshall Rose og Candice Bergen gengu í hjónaband árið 2000. Skjáskot/Instagram

Eiginmaður bandarísku leikkonunnar Candice Bergen, Marshall Rose, er látinn 88 ára að aldri. Hann lést á laugardag eftir áralanga baráttu við Parkinson-taugahrörnunarsjúkdóminn.

Samkvæmt minningargrein sem birtist í The New York Times á mánudag, þá lést hann á heimili sínu, umvafinn sínum nánustu. 

Rose og Bergen gengu í hjónaband árið 2000, fimm árum eftir að fyrsti eiginmaður Bergen, franski leikstjórinn Louis Marie Malle, lést eftir baráttu við eitilfrumukrabbamein. Hjónin áttu engin börn saman en Bergen eignaðist eina dóttur með Malle og Rose átti tvö börn frá fyrra hjónabandi.

Bergen, sem er best þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðunum Saturday Night Live og Murphy Brown, hefur ekki tjáð sig um andlát eiginmanns síns á samfélagsmiðlasíðum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant