Madonna fær púlsinn til að hækka í nýju myndbandi

Madonna hefur aldrei óttast almenningsálitið.
Madonna hefur aldrei óttast almenningsálitið. Skjáskot/Instagram

Poppdrottningin Madonna fær púlsinn til að hækka og gerir fylgjendur sína agndofa með óritskoðuðu myndbandi sem hún setti inn á Instagram í gær. 

Í myndbandinu klæðist hún m.a. litlum bleikum undirkjól og svörtum, uppháum nælonsokkum. Svartir lakkskórnir verða ögrandi við klæðaburð söngkonunnar. 

„Sögur fyrir svefninn [Bedtime Stories Re] - útgáfa og vínyll á leiðinni,“ skrifar Madonna við myndbandið.

Þá vekur sérstaka athygli að Madonna notar enga síu í myndbandinu og lítinn farða. Hún skríður um á gólfinu og leggst á bakið. Á einum tímapunkti færir hún kápuna niður fyrir axlir og gefur myndavélinni djarft augnatillit og enn annars staðar snertir hún sjálfa sig á mjög ögrandi hátt.

Fylgjendur söngkonunnar virðast ansi sáttir með listræna tilburðina og enn hrifnari yfir að hún skuli ekki notast við síu í myndbandinu.

Madonna hefur sætt gagnrýni vegna útlitsins en árið 2022 lét lýtalæknirinn Dr. Ehsan Ali hafa eftir sér að augljóst væri að söngkonan hefði fengið andlitslyftingu sem sæist best á hve strekkt húðin væri og hve mikið augun „væru dregin til hliðar“.

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér tekst ekki fremur en öðrum að stöðva tímann. Einhver ákveður að stappa fætinum í gólfið og standa með sjálfum sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér tekst ekki fremur en öðrum að stöðva tímann. Einhver ákveður að stappa fætinum í gólfið og standa með sjálfum sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant