Shakira sem nýlega lagði af stað í tónleikaferðina sína „Las Mujeres Ya No Lloran“ hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kviðvandamála. Hún segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að fresta hafi þurft tónleikunum í Perú sem áttu að fara fram 16. febrúar síðastliðinn.
„Mér þykir leitt að tilkynna ykkur að ég þurfti að fara á bráðamóttökuna í gærkvöldi vegna kviðvandamála og hef nú verið lögð inn á sjúkrahúsið,“ skrifaði hún í yfirlýsingu.
Hún bætir við í lokin að hún sé bjartsýn á fljótan bata, svo hún geti snúið aftur á svið og haldið tónleikaferðalaginu áfram.
— Shakira (@shakira) February 16, 2025