„Snjóbolti sem rúllar“

Leikarinn Jóhannes Haukur.
Leikarinn Jóhannes Haukur.

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í Marvel-myndinni Captain America: Brave New World, sem sýningar hófust á í Bandaríkjunum, Íslandi og víðar um lönd á föstudag. Segir í henni af Sam Wilson, sem tekið hefur við skildi Ameríku kafteins, og alþjóðlegum átökum sem hann lendir í og þarf að leysa.

„Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bak við það nær markmiðum sínum,“ segir um söguþráð myndarinnar á vefnum Kvikmyndir.is en forsetann leikur enginn annar en Harrison Ford. Hetjuna Wilson leikur Anthony Mackie og af öðrum þekktum leikurum ber helst að nefna Giancarlo Esposito og Tim Blake Nelson.

Jóhannes Haukur er því ekki í amalegum félagsskap, þó svo hann eigi að mestu í samskiptum við illmenni að þessu sinni. Harrison Ford er þó ekki eitt þeirra, þó svo hann breytist í rautt skrímsli í myndinni sem engu virðist eira. „Þetta kemur allt fram í myndasögunum, þessi karakter sem er kosinn forseti verður rauði Hulk. Aðdáendur voru mikið að pæla í því hvort það yrði gert í myndinni og nú er búið að staðfesta það,“ segir Jóhannes og bendir á stiklur myndarinnar sem finna má víða á netinu, m.a. á Youtube og IMDb.

Lék með Mackie og Esposito

Jóhannes lék á móti þeim Anthony Mackie og Giancarlo Esposito en Harrison Ford hitti hann því miður aldrei við tökur. „En ég hitti hann kannski á frumsýningunni,“ segir Jóhannes kíminn.

Ævintýri Jóhannes í kvikmyndinni Captain America: Brave New World.
Ævintýri Jóhannes í kvikmyndinni Captain America: Brave New World.

Blaðamaður nefnir að Harrison Ford virki hinn viðkunnanlegasti, af viðtölum og blaðamannafundum að dæma, þar sem oftar en ekki er slegið á létta strengi. Jóhannes tekur undir það. „Þegar maður er ráðinn í svona verkefni og sérstaklega fyrir Marvel veit maður í rauninni ekki almennilega hvað maður er að fara að leika. Þú færð ekki handritið þegar þú ert að gera prufurnar og þegar þér er boðið hlutverkið þarftu svolítið að giska á hvað þú sért að fara að gera. Ég var búinn að ímynda mér að við Harrison yrðum bestu vinir en svo hitti ég hann ekki einu sinni,“ segir Jóhannes.

Hann segist aðeins hafa fengið hluta handritsins fyrir tökur og þótt hann heldur rýr. „Ég fékk bara þær blaðsíður sem ég kem fyrir á,“ segir Jóhannes og að þessi háttur sé hafður á til að fyrirbyggja mögulegan leka. „Ég þarf ekkert að vita hvernig myndin er og það verður þeim mun skemmtilegra að mæta í bíó og sjá hana,“ segir Jóhannes sem er mögulega búinn að sjá myndina þegar þetta viðtal birtist. Viðhafnarfrumsýning á myndinni var í Los Angeles 11. febrúar og þangað ætlaði Jóhannes að mæta með eiginkonu sinni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 13. febrúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant