Chalamet og Jenner skörtuðu eins hringum

Parið Kylie Jenner og Timothée Chalamet mæta á BAFTA-verðlaunahátíð með …
Parið Kylie Jenner og Timothée Chalamet mæta á BAFTA-verðlaunahátíð með samsvarnadi Cartier-hringi. Samsett mynd

Leikarinn Timothée Chalamet og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner vöktu mikla athygli á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Lundúnum um helgina.

Chalamet var tilnefndur til BAFTA-verðlauna fyrir besta leikara í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Complete Unknown, þar sem hann túlkar söngvarann Bob Dylan með stakri prýði.

Ungi leikarinn var flottur til fara, klæddist glæsilegum jakkafötum frá Bottega Veneta á meðan Jenner skein skært í fallegum kjól frá John Galliano.

Parið var ekki samferða niður rauða dregilinn, hins vegar sátu þau saman á viðburðinum sjálfum, létu vel hvort að öðru og skiptust á augngotum og hlátri. Athygli vakti að þau skörtuðu eins Panthère de Cartier-hringum, þar sem Chalamet bar sinn á litla fingri en Jenner á baugfingri.

Í janúar 2023 vöknuðu fyrst spurningar um hvort Jenner og Chalamet væru að stinga saman nefjum þegar sást til Jenner við heimili leikarans. Óhætt er að segja að sögusagnir um rómantíkina hafi gengið eftir en þau hafa sést saman á fjölda opinberra viðburða síðan þá, meðal annars á BAFTA-verðlaununum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant