Ebba Katrín fer með aðalhlutverk í nýrri spennuþáttaröð

Ebba Katrín Finnsdóttir.
Ebba Katrín Finnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Cineflex Rights hefur tryggt sér alþjóðlegan dreifingarrétt á nýrri spennuþáttaröð, sem ber titilinn „Hildur“ og er byggð á metsölubók finnska rithöfundarins Satu Rämö, sem ber sama nafn.

Variety greindi frá þessu fyrr í dag.

Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir leikur titilhlutverkið í þessari sex hluta þáttaröð. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir.

Með önnur hlutverk fara þau Lauri Tilkanen, Rick Okon, Nína Dögg Filippusdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Oddur Júlíusson og Oona Airola.

Búist er við að þáttaröðin verði frumsýnd í byrjun næsta árs.

Spennutryllir af bestu gerð

Mikil spenna ríkir fyrir þáttaröðinni enda spennutryllir af bestu gerð. Bókin, sem kom út á síðasta ári, sló í gegn í Finnlandi, komst í efsta sæti metsölulista og náði einnig miklum vinsældum í Þýskalandi og víðar.

Hildur er rannsóknarlögreglukona á Ísafirði. Líf hennar hefur litast af dularfullu hvarfi yngri systra hennar fyrir 25 árum. Þegar snjóflóð fellur á sumarhúsabyggð og Hildur og félagar hennar í lögreglunni mæta á staðinn finna þau í rústunum mann sem hefur verið myrtur og því greinilegt að í friðsælum bænum er eitthvað einkennilegt á seyði.

Bókin sló í gegn víða um Evrópu.
Bókin sló í gegn víða um Evrópu. Skjáskot/Forlagið
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant