Errol Musk: „Hann hefur ekki verið góður faðir“

Errol Musk gagnrýndi uppeldisaðferðir sonar síns.
Errol Musk gagnrýndi uppeldisaðferðir sonar síns. Samsett mynd

Faðir Elon Musk, stjórnmála- og viðskiptamaðurinn Errol Musk, fór hörðum orðum um uppeldisaðferðir sonar síns í hlaðvarpsþættinum Wide Awake á miðvikudag, aðeins tveimur dögum áður en hægrisinnaði rithöfundurinn Ashley St. Clair greindi frá því að hún hefði eignast 13. barn auðjöfursins síðasta haust.

„Hann hefur ekki verið góður faðir,“ sagði Errol, 79 ára, í samtali við þáttastjórnanda Wide Awake, Joshua Rubin. „Frumburður hans eyddi öllum sínum stundum með barnfóstrum og lést í umsjá einnar þeirra.”

Nevada Alexander Musk, sem Elon eignaðist með fyrrverandi eiginkonu sinni, kanadíska rithöfundinum Justine Wilson, dó vöggudauða aðeins tíu vikna gamall árið 2002. Hjónin, sem eignuðust fimm börn saman, skildu sex árum síðar.

„Elon mun örugglega skjóta mig fyrir að segja þetta, en þetta er mín skoðun. Þau áttu of mikið af peningum og réðu alltof margar barnfóstrur. Þegar þau skildu voru sex barnfóstrur hjá honum og sex hjá henni. Þetta var allt mjög einkennilegt.”

Þegar Rubin forvitnaðist um hvort Elon hefði eytt nægum tíma með börnunum sínum í gegnum árin sagði hann að auðjöfurinn hefði verið fjarverandi faðir.

@wideawakepodcast Does Errol Musk Think Elon Is a Good Dad? #fyp ♬ original sound - Wide Awake Podcast



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant