Hvaða hlið tekur Brandon Sklenar?

Blake Lively og Brandon sklenar við kynningu á kvikmyndinni It …
Blake Lively og Brandon sklenar við kynningu á kvikmyndinni It Ends With Us. Skjáskot/Instagram

Í áframhaldandi deilu á milli leikaranna Blake Lively og Justin Baldonis, hefur meðleikari þeirra, Brandon Sklenar, viðurkennt að hann taki enga hlið á málinu. Hins vegar sagðist hann kankvís vera í liði It Ends With Us.

Með þeirri athugasemd á Sklenar við að hann spili bara með kvikmyndinni sjálfri og því sem hún stendur fyrir.

Í stað þess að einblína á dramað, sem á sér stað á milli Lively og Baldonis í raunheimum, óskar Sklenar þess að aðdáendur myndarinnar gefi gaum að forsendum hennar en myndin er byggð á skáldsögu eftir Colleen Hoover.

Eitthvað fór að kræla á deilum Lively og Baldonis í ágúst á síðasta ári og var á þeim tíma áberandi að Baldoni og Lively voru ekki saman á neinum myndum við kynningar á kvikmyndinni. 

Málið vatt upp á sig síðasta haust og í lok ársins var tekin upp málsókn á hendur Baldoni þar sem Lively sakaði hann um kynferðislega áreitni og tilraun til að eyðileggja orðspor hennar. 

„Ég vil að fólk muni af hverju við gerðum þessa kvikmynd og hvað hún stendur fyrir, einblínið bara á það,“ sagði Sklenar í viðtali á CBS í gær. 

„Kvikmyndin hafði svo mikla þýðingu fyrir mig. Ég á náin tengsl við manneskju sem hefur lent í því sama og Lily [aðalpersóna myndarinnar], í langan tíma og ég hef lagt mig í líma við að aðstoða hana, þess vegna hafði þessi kvikmynd mikla þýðingu fyrir mig, og fyrir hana líka, þessa manneskju í lífi mínu.“

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant