Laufey valin ein af konum ársins hjá tímaritinu Time

Tónlistarkonan Laufey Lín var valin ein af konum ársins hjá …
Tónlistarkonan Laufey Lín var valin ein af konum ársins hjá TIME.

Tímaritið Time hefur nýlega tilkynnt val sitt á konum ársins, og þar á meðal er tónlistarkonan og lagahöfundurinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir.

Í umsögn Time er lögð áhersla á það hvernig hún blandar saman ólíkum tónlistarstefnum og hvernig hún blandar saman djasstónlist og klassík við nútímapopp og setur tónlist í nýjan búning sem heillar ungt tónlistaráhugafólk.

Hugsanlega eini tónlistarmaðurinn sem fær aðdáendur til að endurtaka djass-skautsólóin

Laufey, sem er aðeins 25 ára gömul, er skærasta stjarna Íslands á sviði tónlistar. Hún sækir innblástur í goðsagnakennd djass- og klassísk verk, og ber þá að nefna listamenn eins og Ella Fitzgerald og Schubert, auk þess sem hún kveðst heilluð af lagabrúm Taylor Swift.

Hún hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína ásamt sinfóníuhljómsveitum, en einnig hefur hún náð til fjölda ungra aðdáenda í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok.

Í umfjöllun Time er bent á að Laufey sé hugsanlega eini tónlistarmaðurinn í heiminum sem fær aðdáendur til að endurtaka djass-skautsólóin sín nákvæmlega – jafnvel á stórum tónleikum.

Fer nýja leið

Sjálf segist Laufey áður hafa verið hrædd við að feta nýjar slóðir í tónlistinni, enda hafi hún ekki séð aðra fara sömu leið.

 „Ég hugsaði lengi að það væri ógnvekjandi að enginn hefði gengið þessa slóð á undan mér,“ segir hún í viðtalinu við Time. „En nú hef ég áttað mig á því að þegar þú ert sá sem ræður för og velur hvaða hindranir á að færa úr vegi, þá ertu með eitthvað virkilega gott í höndunum.“ 

Laufey er nú stödd í New York þar sem hún vinnur að sinni þriðju breiðskífu og er ljóst að tónlist hennar heldur áfram að hrífa tónlistarunnendur út um allan heim.

Instagram-færsla frá Time má finna hér að neðan:

View this post on Instagram

A post shared by TIME (@time)

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant