Nýja kærastan er 23 árum yngri

David Harbour og Ellie Fallon eru sögð vera par.
David Harbour og Ellie Fallon eru sögð vera par. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn David Harbour, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Stranger Things, virðist vera kominn yfir sambandsslitin við fyrrverandi eiginkonu sína, bresku söngkonuna Lily Allen.

Síðustu vikur hefur Harbour sést á stefnumótum með fyrirsætunni og leikkonunni Ellie Fallon. Parið sást meðal annars njóta lífsins á Indlandi í kringum áramótin, aðeins nokkrum vikum áður en greint var frá skilnaði Harbour og Allen.

Nokkur aldursmunur er á parinu en Harbour er fæddur árið 1975 og Fallon er árið 1998.

Parið er sagt hafa kynnst í borginni Atlanta í Bandaríkjunum þar sem tökur á fimmtu og síðustu þáttaröð Stranger Things fóru fram á síðasta ári.

Harbour og Allen gengu í hjónaband í kapellu í Las Vegas í nóvember 2020. Það var Elvis-eftirherma sem gaf þau saman.

Tímaritið People greindi frá skilnaði stjörnuhjónanna í byrjun febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant