Nýja kærastan er 23 árum yngri

David Harbour og Ellie Fallon eru sögð vera par.
David Harbour og Ellie Fallon eru sögð vera par. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Dav­id Har­bour, sem er best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sitt í Stran­ger Things, virðist vera kom­inn yfir sam­bands­slit­in við fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, bresku söng­kon­una Lily Allen.

Síðustu vik­ur hef­ur Har­bour sést á stefnu­mót­um með fyr­ir­sæt­unni og leik­kon­unni Ellie Fallon. Parið sást meðal ann­ars njóta lífs­ins á Indlandi í kring­um ára­mót­in, aðeins nokkr­um vik­um áður en greint var frá skilnaði Har­bour og Allen.

Nokk­ur ald­urs­mun­ur er á par­inu en Har­bour er fædd­ur árið 1975 og Fallon er árið 1998.

Parið er sagt hafa kynnst í borg­inni Atlanta í Banda­ríkj­un­um þar sem tök­ur á fimmtu og síðustu þáttaröð Stran­ger Things fóru fram á síðasta ári.

Har­bour og Allen gengu í hjóna­band í kap­ellu í Las Vegas í nóv­em­ber 2020. Það var El­vis-eft­ir­herma sem gaf þau sam­an.

Tíma­ritið People greindi frá skilnaði stjörnu­hjón­anna í byrj­un fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður að hrinda málum í framkvæmd, þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Virðuleikinn sem þú ljærð atburðum dagsins myndi ekki fást fyrir peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sebastian Richel­sen
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður að hrinda málum í framkvæmd, þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Virðuleikinn sem þú ljærð atburðum dagsins myndi ekki fást fyrir peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sebastian Richel­sen
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant