Bandaríski leikarinn David Harbour, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Stranger Things, virðist vera kominn yfir sambandsslitin við fyrrverandi eiginkonu sína, bresku söngkonuna Lily Allen.
Síðustu vikur hefur Harbour sést á stefnumótum með fyrirsætunni og leikkonunni Ellie Fallon. Parið sást meðal annars njóta lífsins á Indlandi í kringum áramótin, aðeins nokkrum vikum áður en greint var frá skilnaði Harbour og Allen.
Nokkur aldursmunur er á parinu en Harbour er fæddur árið 1975 og Fallon er árið 1998.
Parið er sagt hafa kynnst í borginni Atlanta í Bandaríkjunum þar sem tökur á fimmtu og síðustu þáttaröð Stranger Things fóru fram á síðasta ári.
Harbour og Allen gengu í hjónaband í kapellu í Las Vegas í nóvember 2020. Það var Elvis-eftirherma sem gaf þau saman.
Tímaritið People greindi frá skilnaði stjörnuhjónanna í byrjun febrúar.