Opinberar leyndarmálið að farsælu hjónabandi sínu

Dax Shepard og Kristen Bell voru glæsileg á rauða dreglinum …
Dax Shepard og Kristen Bell voru glæsileg á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar. AFP/Valerie Macon

Leikkonan Kristen Bell hefur afhjúpað leyndarmálið á bak við farsælt hjónaband hennar, en Hollywood-stjarnan, sem er best þekkt fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum Veronica Mars, The Good Place og Nobody Wants This, hefur verið hamingjusamlega gift eiginmanni sínum, leikaranum og hlaðvarpsstjörnunni Dax Shepard í 11 ár.

„Grundvallartraust,” sagði Bell þegar hún var spurð út í lykilinn að farsælu hjónabandi.

„Jafnvel þó að Dax sé á tökusetti að taka upp atriði með fallegustu konu veraldar, þá veit ég í hjarta mínu að hann er skuldbundinn fjölskyldu okkar.

Ég veit að hann mun koma heim. Ég veit að hann elskar börnin okkar. Ég veit að hann leitast við að vera frábær eiginmaður og faðir,” sagði leikkonan í samtali við E News.

Bell sagði hjónin einnig vinna vel saman og styðja hvort annað í einu og öllu. 

Bell og Shepard kynntust í matarboði árið 2007 og fljótlega á eftir kviknaði ástareldurinn. Parið trúlofaði sig þremur árum síðar og gekk í hjónaband þegar gift­ing­ar sam­kyn­hneigðra voru gerðar lög­leg­ar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum árið 2013. Hjónin eiga tvær dætur, Lincoln og Delta.

Shepard og Bell eru bæði ófeimin við að gera grín …
Shepard og Bell eru bæði ófeimin við að gera grín að sjálfum sér. AFP/Jon Kopaloff
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant