Klámstjörnur sagðar hafa logið um óléttur

OnlyFans-stjörnurnar deila óléttufyrirsögnum samdægurs.
OnlyFans-stjörnurnar deila óléttufyrirsögnum samdægurs. Samsett mynd

Bresku OnlyFans-stjörnurnar Lily Phillips og Bonnie Blue, sem hafa vakið mikla athygli fyrir að sofa hjá fjölda karlmanna á innan við sólarhring, deildu báðar færslum á samfélagsmiðlum sínum þar sem þær gáfu í skyn að þær ættu von á barni.

Phillips tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hún ætti von á sínu fyrsta barni.

Í færslu sem birtist miðvikudaginn 19. febrúar deildi hún mynd af sér íklædd þægilegum gráum galla með myndarlega óléttubumbu, ásamt textanum: „Baby Phillips coming 2025.“

Færsla hennar vakti mikið umtal, sérstaklega í ljósi þess að hún vakti áður athygli fyrir að sofa hjá 100 karlmönnum á einum sólarhring.

Phillips staðfesti örfáum klukkustundum eftir birtinguna að meðganga hennar væri uppspuni, „hlutverkaleikur“ fyrir áskrifendur hennar, sem leiddi til enn frekari gagnrýni og neikvæðra viðbragða frá fylgjendum hennar.

Ætlar að fæða í beinni útsendingu

Fyrrum samstarfskona Phillips, betur þekkt sem Bonnie Blue, hefur einnig verið mikið í sviðsljósinu eftir að hún sló met með því að sofa hjá 1.000 körlmönnum á aðeins einum sólarhring. 

Blue gaf út myndskeið sama daga og Phillips þar sem hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún ætlaði sér að „streyma fæðingu í beinni útsendingu“ eftir átta mánuði.

Þetta kemur í kjölfar vangaveltna um hvort hún sé ólétt, eftir að hún deildi dularfullri færslu um óvenjulegar matarlanganir. 

Það á þó eftir að koma í ljós hvort að Blue sé að spila sama leik og Phillips. 

 

View this post on Instagram

A post shared by Bonnie (@schoolies_xo)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Loka