„Náði þyngdartapsmarkmiði mínu“

Lizzo deildi Instagram-færslu af sér í svörtum nærfötum, þar sem …
Lizzo deildi Instagram-færslu af sér í svörtum nærfötum, þar sem hún sýndi með stolti nýja líkamsvöxtinn eftir þyngdartapið. Samsett mynd

Hin 36 ára söngkona Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt undir listanafninu Lizzo, hefur undanfarin ár verið dugleg að deila ferðalagi sínu og framförum í þyngdartapi. Það hefur skilað sér með frábærum árangri, en fjórfaldi Grammy-verðlaunahafinn tilkynnti í janúar að hún hefði náð þyngdartapsmarkmiði sínu.

„Ég gerði það. Í dag þegar ég steig á vigtina, náði ég þyngdartapsmarkmiði mínu,“ skrifaði hún og bætti við:

„Ég hef ekki séð þessa tölu síðan 2014. Látum þetta vera áminningu um að þú getur gert allt sem þú setur þér í huga. Tími til að setja ný markmið!“

Lizzo hefur alltaf lagt áherslu á jákvæða líkamsímynd og tjáð sig reglulega um mikilvægi þess að elska sjálfan sig og eigin líkama. Hún heldur áfram að stuðla að heilbrigðri líkamsímynd og leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með ferli sínu.

Viðbrögðin við þyngdartapi hennar hafa verið afar jákvæð, þar sem margir dásema hana fyrir árangurinn og sjálfstraustið sem hún hefur sýnt í gegnum tíðina.

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Loka