Hljómsveitin KALEO gaf út í dag lagið Back Door, líkt og fram kemur í tilkynningu frá hljómsveitinni.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem lagið heyrist opinberlega en hljómsveitin hefur átt það í lagið í langan tíma og reglulega flutt það á tónleikum.
„Þar sem við höfum oft flutt Back Door á tónleikum þekkja margir aðdáendur okkar lagið og hafa beðið okkur um að taka það upp,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.
Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar, Mixed Emotions, sem framleidd er af Grammy-verðlaunahafanum Eddie Spear ásamt Shawn Everett og Jökli, söngvara sveitarinnar. Platan er væntanleg 9. maí
„Við erum mjög ánægðir með að vera loksins komir með lagið í hendurnar og að það sé hluti af plötunni Mixed Emotions. Fyrir mig voru þemu þessarar plötu hin ólíku svið lífsisins bæði andlega og tónlistarlega,“ segir Jökull.
„Ég kann því illa að staðsetja mig innan ákveðinnar tónlistarstefnu og nýt frelsisins sem fylgir því að leyfa lögunum mínum að fara þangað sem tónlistin vill fara. Lögin eru þannig öll ólík og krefjast ólíkrar nálgunar og meðferðar. Ég trúi því að það sé eitthvað fyrir alla á þessari plötu,” segir Jökull.