Oddur Sigurðarson valinn fyndnasti háskólaneminn

Oddur Sigurðarson, Halldóra Elín Einarsdóttir og Fannar Gíslason.
Oddur Sigurðarson, Halldóra Elín Einarsdóttir og Fannar Gíslason. Ljósmynd/Aðsend

Úrslitakvöld árlegrar uppistandskeppni á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram í Stúdentakjallaranum síðastliðið miðvikudagskvöld.

Fimm háskólanemar stigu á svið, dældu út bröndurum eins og enginn væri morgundagurinn og kepptu um titilinn „Fyndnasti háskólaneminn.

Þar stóð uppi sem sigurvegari Oddur Sigurðarson, hagfræði- og stærðfræðinemi. Halldóra Elín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðinemi, var í 2. sæti og Fannar Gíslason, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, í þriðja.

Hlutu þau öll vegleg verðlaun frá Landsbankanum ásamt því að fá miða á árshátíð Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fer fram á Hlíðarenda í vikunni.

Dómarar keppninnar voru Steiney Skúladóttir, Guðmundur Einar og Inga Steinunn Henningsdóttir. 

Sigurvegararnir ásamt dómurum kvöldsins.
Sigurvegararnir ásamt dómurum kvöldsins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Loka