Aftur kominn með mömmuklippinguna

Nicholas Hoult í hlutverki Bobs Mathews í The Order. ​
Nicholas Hoult í hlutverki Bobs Mathews í The Order. ​

Nicholas Hoult er ógleymanlegur sem hinn sérlundaði og félagslega einangraði skólapiltur Marcus í kvikmyndinni About a Boy frá árinu 2002, en hún byggðist á samnefndri skáldsögu eftir Nick Hornby. Hann er ekki síst eftirminnilegur vegna hárgreiðslunnar, sem var svona dæmigerð „mamma mín, sem er gamall hippi og þjáist af þunglyndi, klippti mig sjálf“-klipping. Þið skiljið hvað ég er að fara.

Fyrir vikið rak ég upp stór augu þegar ég kveikti á nýrri kvikmynd, The Order, í sjónvarpinu á dögunum. Birtist þar ekki Nicholas Hoult, meira en 20 árum eldri, en ennþá með þessa sömu klippingu. Ég er að segja ykkur það. Hefði maður ekki verið fljótur að losa sig við hana eftir About a Boy og aldrei vitjað hennar aftur?

Hoult með Toni Collette og Hugh ­Grant í About a …
Hoult með Toni Collette og Hugh ­Grant í About a Boy. ​

Hárgreiðslur eru alltaf viðkvæmt og persónulegt mál og ekki margir sem hefðu þorað að bera þetta undir Hoult sjálfan. Vinur hans og kollegi, James McAvoy, tók hins vegar af okkur ómakið í samtali milli þeirra tveggja í tímaritinu Rolling Stone. „Hérna, horfði leikstjórinn á About a Boy á bíókvöldi og hugsaði með sér: Þetta er gaurinn!”

Ég veit ekki með ykkur en sjálfur heyri ég ískra í McAvoy þegar hann ber spurninguna upp.

 „Nei,“ svarar Hoult. Blákalt. „Bob Mathews var bara með svona greiðslu.“

Hver er Bob Mathews?

Hver er þessi Bob Mathews? spyrjið þið núna, og því er til að svara að það er persónan sem Hoult leikur í The Order. Myndin byggist sumsé á sönnum atburðum. Mathews og Marcus litli eiga að vísu fátt annað sameiginlegt en greiðsluna, en sá fyrrnefndi var herskár nýnasisti sem hugði á hryðjuverk í Bandaríkjunum fyrir um fjórum áratugum til að refsa löndunum sínum fyrir að vera á rangri leið þegar kom að kynþáttalegu umburðarlyndi. Mathews og nótum hans þótti fásinna að leggja hvíta kynstofninn að jöfnu við aðra og ómerkilegri kynstofna. Hann var á endanum eltur uppi og umkringdur af lögreglu og brann inni meðan á umsátrinu stóð.

Hoult gróf upp gamla ljósmynd af Mathews og kveðst í samtalinu hafa þróað greiðsluna sjálfur; gekk raunar það langt að leikstjóranum, Justin Kurzel, stóð ekki á sama. „En þetta er bara hár og bartar Bobs.“

Nánar er fjallað um The Order og Nicholas Hoult í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav